Frjálsri fjölmiðlun gert að greiða þrotabúi DV 24 milljónir króna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. mars 2020 23:31 Karl Garðarsson, framkvæmdarstjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn kjörtímabilið 2013-2016. Vísir/vilhelm Dæmt var í máli þrotabús DV gegn Frjálsri fjölmiðlun í dag og er Frjálsri fjölmiðlun gert að greiða þrotabúi blaðsins 24 milljónir króna, auk dráttarvaxta. Það er vegna ógreiddrar skuldar DV við Árvakur og Íslandsbanka, sem Frjáls fjölmiðlun tók yfir þegar félagið keypti útgáfu blaðsins árið 2017. Milljónirnar voru lagðar inn á reikning Björns Inga Hrafnssonar sem lánaði þær svo til DV. Áður en DV lýsti yfir gjaldþroti var félagið í miklum fjárhagskröggum og hafði verið um hríð. Reksturinn hafði gengið erfiðlega í þó nokkur ár og hafði félagið safnað upp töluverðum skuldum á opinberum gjöldum, staðgreiðslum opinberra gjalda, virðisaukaskatti, tryggingargjaldi o.fl. Þá skuldaði félagið einnig bankastofnunum, lífeyrissjóðum og viðskiptamönnum talsverðar fjárhæðir. Sumarið 2017 kom Frjáls fjölmiðlun og fleiri aðilar tengdir félaginu að rekstri DV og systurfélagið þess, Pressunni ehf. og var þá ætlunin að koma inn í reksturinn sem hluthafar eða að kaupa eignir félaganna tveggja. Björn Ingi Hrafnsson, þáverandi stjórnarformaður DV, kom að þessari aðkomu og var láni þessara aðila þannig háttað að lánsupphæð var lögð inn á reikning Björns Inga og lánaði Björn Ingi DV svo sömu upphæð. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Í september 2017 keypti Frjáls fjölmiðlun útgáfuréttindi DV og fólst í kaupsamningnum að félagið myndi taka yfir skuldir DV við bæði Árvakur og Íslandsbanka, sem námu 40 milljónum króna, auk 160 milljóna króna greiðslu. Frjáls fjölmiðlun greiddi strax milljónirnar 160 auk 16 milljóna króna inn á skuldir DV við Íslandsbanka. Hins vegar var skuldin við Árvakur ekki greidd niður. Árvakur, eða Landsprent, hefur lýst kröfu að fullu í þrotabú DV vegna skuldarinnar þar sem aldrei var samið við Árvakur um að Frjáls fjölmiðlun myndi taka yfir skuldina. Frjáls fjölmiðlun var þó í dag dæmd til að greiða upp skuldina, auk tveggja milljóna króna skuldar við Íslandsbanka sem var ógreidd. Fjölmiðlar Reykjavík Dómsmál Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Dæmt var í máli þrotabús DV gegn Frjálsri fjölmiðlun í dag og er Frjálsri fjölmiðlun gert að greiða þrotabúi blaðsins 24 milljónir króna, auk dráttarvaxta. Það er vegna ógreiddrar skuldar DV við Árvakur og Íslandsbanka, sem Frjáls fjölmiðlun tók yfir þegar félagið keypti útgáfu blaðsins árið 2017. Milljónirnar voru lagðar inn á reikning Björns Inga Hrafnssonar sem lánaði þær svo til DV. Áður en DV lýsti yfir gjaldþroti var félagið í miklum fjárhagskröggum og hafði verið um hríð. Reksturinn hafði gengið erfiðlega í þó nokkur ár og hafði félagið safnað upp töluverðum skuldum á opinberum gjöldum, staðgreiðslum opinberra gjalda, virðisaukaskatti, tryggingargjaldi o.fl. Þá skuldaði félagið einnig bankastofnunum, lífeyrissjóðum og viðskiptamönnum talsverðar fjárhæðir. Sumarið 2017 kom Frjáls fjölmiðlun og fleiri aðilar tengdir félaginu að rekstri DV og systurfélagið þess, Pressunni ehf. og var þá ætlunin að koma inn í reksturinn sem hluthafar eða að kaupa eignir félaganna tveggja. Björn Ingi Hrafnsson, þáverandi stjórnarformaður DV, kom að þessari aðkomu og var láni þessara aðila þannig háttað að lánsupphæð var lögð inn á reikning Björns Inga og lánaði Björn Ingi DV svo sömu upphæð. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Í september 2017 keypti Frjáls fjölmiðlun útgáfuréttindi DV og fólst í kaupsamningnum að félagið myndi taka yfir skuldir DV við bæði Árvakur og Íslandsbanka, sem námu 40 milljónum króna, auk 160 milljóna króna greiðslu. Frjáls fjölmiðlun greiddi strax milljónirnar 160 auk 16 milljóna króna inn á skuldir DV við Íslandsbanka. Hins vegar var skuldin við Árvakur ekki greidd niður. Árvakur, eða Landsprent, hefur lýst kröfu að fullu í þrotabú DV vegna skuldarinnar þar sem aldrei var samið við Árvakur um að Frjáls fjölmiðlun myndi taka yfir skuldina. Frjáls fjölmiðlun var þó í dag dæmd til að greiða upp skuldina, auk tveggja milljóna króna skuldar við Íslandsbanka sem var ógreidd.
Fjölmiðlar Reykjavík Dómsmál Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira