Viðskipti innlent

For­stjóri Icelandair segir ó­raun­hæft að vera með tvö ís­lensk flug­fé­lög

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það fullreynt að reka tvö íslensk flugfélög sem séu með tengimiðstöð á Keflavíkurflugvelli. Það hafi fyrst verið reynt með Iceland Express og svo WOW air.

Þetta kemur fram í viðtali við Boga í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, í dag en Bogi er maður ársins í íslensku viðskiptalífi að mati dómnefndar markaðarins.

Hlýtur hann viðurkenninguna fyrir að hafa leitt Icelandair „í gegnum vel heppnaða endurskipulagningu og hlutafjárútboð við gríðarlega erfiðar aðstæður,“ eins og segir á forsíðu Fréttablaðsins.

„Það er mín skoðun að það sé engan veginn raunhæft að reka tvö flugfélög á Íslandi sem eru með Keflavíkurflugvöll sem tengimiðstöð,“ segir Bogi við Fréttablaðið.

Play Air er nýtt íslenskt lággjaldaflugfélag sem stofnað var fyrr á árinu. Forsvarsmenn segja langtímafjármögnun tryggða og félagði sé tilbúið til að hefja flugrekstur um leið og tækifæri gefst.

Aðspurður kveðst Bogi ekki hræddur við samkeppni en bendir á að heimamarkaðurinn sé mikilvægur. Hér á landi telji hann aðeins 360 þúsund manns.

„Þess vegna tel ég ekki raunhæft að reka héðan tvö flugfélög til lengri tíma sem starfrækja tengibanka,“ segir Bogi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×