Miklar verðhækkanir á jólamat Jakob Bjarnar skrifar 23. desember 2020 11:52 Neyslan nær hámarki um þetta leyti árs. Matvara hefur hækkað til mikilla muna milli ára. visir/einará Samkvæmt nýrri könnun ASÍ hefur matvara hækkað mjög í verði milli ára. Jólamatur hækkaði í verði í flestum tilfellum og í meirihluta verslana milli 2019 og 2020 eða í fimm verslunum af átta. Iceland er eina verslunin þar sem verð lækkaði í meirihluta tilfella eða í 73 prósenta. Verð í Hagkaup lækkaði 47 prósenta tilfella en verð í Kjörbúðinni lækkaði í 42 prósenta. Minni verðmunur var á jólamat milli verslana í ár en árið 2019 og var munur á hæsta og lægsta verði í verslunum oftar minni í ár en í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ en þar segir að miklar verðhækkanir megi greina í mörgum vöruflokkum milli ára. „Í sumum verslunum má þó einnig sjá verðlækkanir milli ára. Verð á grænmeti og ávöxtum hækkar mest í verði milli ára en töluverðar verðhækkanir má sjá í fleiri matvöruflokkum eins og kornvöru, mjólkurvöru og drykkjarvöru.“ Grænmeti og ávextir rjúka upp í verði Í tilkynningunni segir að grænmeti og ávextir hafi í flestum tilfellum hækkað í verði milli ára og þá í flestum verslunum. „Í mörgum tilfellum er um að ræða mjög miklar verðhækkanir sem nema tugum prósenta. Verð á grænmeti og ávöxtum lækkaði eða stóð í stað í flestum tilfellum í Iceland og Hagkaup en verð lækkaði einnig eða stóð í stað í þónokkrum tilvikum í Fjarðarkaup og Heimkaup.“ Þá segir jafnframt að mjólkurvörur hafi í flestum tilfellum hækkað í verði í verslunum; verð á lítra af nýmjólk frá MS hækkaði til að mynda um um 5-8 prósent í öllum verslunum nema í Iceland þar sem það lækkaði um 1 prósent. Auður Alfa Ólafsdóttir hagfræðingur hefur veg og vanda að verðlagskönnunum ASÍ. „Verð á MS Dala feta í kryddolíu hækkaði um 2-11% nema í Kjörbúðinni þar sem hann lækkaði um 7%. Þá hækkaði verð á Toppi sprauturjóma mikið eða um 5-33%. Mjólkurvörur lækkuðu oftast í verði í Iceland og í Kjörbúðinni milli ára. Verð á kornvöru; brauði, kexi, smákökum og morgunkorni hækkaði í verði í flestum verslunum og mátti oft sjá miklar verðhækkanir í þessum vöruflokki eða frá 4% upp í 20% og stundum 30%. Verð í þessum vöruflokki lækkaði oftast í Iceland, Kjörbúðinni og Hagkaup.“ Kjöt hækkað og lækkað í verði Sé litið til verðs á kjötvöru þá hefur það bæði hækkað og lækkað. SS hamborgarhryggur, með beini og úrbeinaður, lækkaði í verði í öllum þeim verslunum sem vörurnar fengust í. „Verð á kjöti lækkaði í 6 tilfellum af 7 í Heimkaup, 4 tilfellum af 7 í Iceland og 8 tilfellum af 12 í Hagkaup auk þess sem verð stóð í stað í einu tilviki. Þá lækkaði verð á kjöti eða stóð í stað í 6 tilfellum af 10 í Bónus, 3 tilfellum af 7 í Krónunni, 3 tilfellum af 6 í Krónunni og í 4 tilfellum af 13 í Fjarðarkaupum.“ Samkvæmt nýrri verðlagskönnun ASÍ hefur verð á matvælum hefur hækkað verulega milli ára.visir/sindri Í mörgum tilfellum hækkaði verð á á konfekti, sælgæti og snakki og voru verðhækkanir á bilinu 3-16%. Íslenskt konfekt lækkaði frekar í verði en erlent og lækkaði verð á konfekti, nammi og snakki oftast í Iceland, Kjörbúðinni, Nettó og Hagkaup. Þá voru töluverðar verðlækkanir á drykkjarvöru í sumum verslunum en verðhækkanir í öðrum. Verð á drykkjarvöru lækkaði oftast og mest í Iceland. Verð á drykkjarvörur lækkaði einnig eða stóð í stað í öllum tilfellum í Hagkaup og í meirihluta tilfella í Kjörbúðinni eða í 6 tilfellum af 10. Töluverðar verðhækkanir voru þó á drykkjarvöru í öðrum verslunum. Minni verðmunur á jólamat milli verslana 2020 en 2019 Minni verðmunur var á jólamat milli verslana í ár en árið 2019. Árið 2019 var munur á hæsta og lægsta verði yfir 20% í 80% tilfella en til samanburðar var munur á hæsta og lægsta verði þetta árið yfir 20% í 53% tilfella. Þá var munur á hæsta og lægsta verði yfir 40% í 41% tilfella árið 2019 en í 26% tilfella í ár. Verðkönnun á jólamat 2020 má sjá hér. Verðkönnun á jólamat 2019 má sjá hér. Um úttektina Um þær verðbreytingar sem hér eru tíundaðar skal segja að þær miða við breytingar á verði verslana milli verðkannana verðlagseftirlits ASÍ frá 17. desember 2019 og 15. desember 2020. Mæld eru þau verð sem eru í gildi á hverjum tíma í versluninni og geta tilboðsverð haft áhrif á verðbreytingar einstakra vara. Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöldum verslunum: Nettó, Bónus, Krónunni, Fjarðarkaupum, Iceland, Hagkaup, Kjörbúðinni og á Heimkaup.is. Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Verslun Jól Verðlag Neytendur Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Jólamatur hækkaði í verði í flestum tilfellum og í meirihluta verslana milli 2019 og 2020 eða í fimm verslunum af átta. Iceland er eina verslunin þar sem verð lækkaði í meirihluta tilfella eða í 73 prósenta. Verð í Hagkaup lækkaði 47 prósenta tilfella en verð í Kjörbúðinni lækkaði í 42 prósenta. Minni verðmunur var á jólamat milli verslana í ár en árið 2019 og var munur á hæsta og lægsta verði í verslunum oftar minni í ár en í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ en þar segir að miklar verðhækkanir megi greina í mörgum vöruflokkum milli ára. „Í sumum verslunum má þó einnig sjá verðlækkanir milli ára. Verð á grænmeti og ávöxtum hækkar mest í verði milli ára en töluverðar verðhækkanir má sjá í fleiri matvöruflokkum eins og kornvöru, mjólkurvöru og drykkjarvöru.“ Grænmeti og ávextir rjúka upp í verði Í tilkynningunni segir að grænmeti og ávextir hafi í flestum tilfellum hækkað í verði milli ára og þá í flestum verslunum. „Í mörgum tilfellum er um að ræða mjög miklar verðhækkanir sem nema tugum prósenta. Verð á grænmeti og ávöxtum lækkaði eða stóð í stað í flestum tilfellum í Iceland og Hagkaup en verð lækkaði einnig eða stóð í stað í þónokkrum tilvikum í Fjarðarkaup og Heimkaup.“ Þá segir jafnframt að mjólkurvörur hafi í flestum tilfellum hækkað í verði í verslunum; verð á lítra af nýmjólk frá MS hækkaði til að mynda um um 5-8 prósent í öllum verslunum nema í Iceland þar sem það lækkaði um 1 prósent. Auður Alfa Ólafsdóttir hagfræðingur hefur veg og vanda að verðlagskönnunum ASÍ. „Verð á MS Dala feta í kryddolíu hækkaði um 2-11% nema í Kjörbúðinni þar sem hann lækkaði um 7%. Þá hækkaði verð á Toppi sprauturjóma mikið eða um 5-33%. Mjólkurvörur lækkuðu oftast í verði í Iceland og í Kjörbúðinni milli ára. Verð á kornvöru; brauði, kexi, smákökum og morgunkorni hækkaði í verði í flestum verslunum og mátti oft sjá miklar verðhækkanir í þessum vöruflokki eða frá 4% upp í 20% og stundum 30%. Verð í þessum vöruflokki lækkaði oftast í Iceland, Kjörbúðinni og Hagkaup.“ Kjöt hækkað og lækkað í verði Sé litið til verðs á kjötvöru þá hefur það bæði hækkað og lækkað. SS hamborgarhryggur, með beini og úrbeinaður, lækkaði í verði í öllum þeim verslunum sem vörurnar fengust í. „Verð á kjöti lækkaði í 6 tilfellum af 7 í Heimkaup, 4 tilfellum af 7 í Iceland og 8 tilfellum af 12 í Hagkaup auk þess sem verð stóð í stað í einu tilviki. Þá lækkaði verð á kjöti eða stóð í stað í 6 tilfellum af 10 í Bónus, 3 tilfellum af 7 í Krónunni, 3 tilfellum af 6 í Krónunni og í 4 tilfellum af 13 í Fjarðarkaupum.“ Samkvæmt nýrri verðlagskönnun ASÍ hefur verð á matvælum hefur hækkað verulega milli ára.visir/sindri Í mörgum tilfellum hækkaði verð á á konfekti, sælgæti og snakki og voru verðhækkanir á bilinu 3-16%. Íslenskt konfekt lækkaði frekar í verði en erlent og lækkaði verð á konfekti, nammi og snakki oftast í Iceland, Kjörbúðinni, Nettó og Hagkaup. Þá voru töluverðar verðlækkanir á drykkjarvöru í sumum verslunum en verðhækkanir í öðrum. Verð á drykkjarvöru lækkaði oftast og mest í Iceland. Verð á drykkjarvörur lækkaði einnig eða stóð í stað í öllum tilfellum í Hagkaup og í meirihluta tilfella í Kjörbúðinni eða í 6 tilfellum af 10. Töluverðar verðhækkanir voru þó á drykkjarvöru í öðrum verslunum. Minni verðmunur á jólamat milli verslana 2020 en 2019 Minni verðmunur var á jólamat milli verslana í ár en árið 2019. Árið 2019 var munur á hæsta og lægsta verði yfir 20% í 80% tilfella en til samanburðar var munur á hæsta og lægsta verði þetta árið yfir 20% í 53% tilfella. Þá var munur á hæsta og lægsta verði yfir 40% í 41% tilfella árið 2019 en í 26% tilfella í ár. Verðkönnun á jólamat 2020 má sjá hér. Verðkönnun á jólamat 2019 má sjá hér. Um úttektina Um þær verðbreytingar sem hér eru tíundaðar skal segja að þær miða við breytingar á verði verslana milli verðkannana verðlagseftirlits ASÍ frá 17. desember 2019 og 15. desember 2020. Mæld eru þau verð sem eru í gildi á hverjum tíma í versluninni og geta tilboðsverð haft áhrif á verðbreytingar einstakra vara. Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöldum verslunum: Nettó, Bónus, Krónunni, Fjarðarkaupum, Iceland, Hagkaup, Kjörbúðinni og á Heimkaup.is. Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.
Verslun Jól Verðlag Neytendur Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira