Körfubolti

Haukur Helgi stiga­hæstur í naumu tapi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Haukur Helgi átti frábæran leik í kvöld. Það dugði þó ekki til sigurs.
Haukur Helgi átti frábæran leik í kvöld. Það dugði þó ekki til sigurs. @morabancandorra

Haukur Helgi Pálsson var stigahæstur er lið hans MoraBanc Andorra tapaði með sex stiga mun á heimavelli gegn Lokomotiv-Kuban í Evrópudeildinni í körfubolta í kvöld, lokatölur 100-106.

Leikur kvöldsins æsispennandi frá upphafi til enda. Heimamenn í Andorra byrjuðu ögn betur en þegar flautað var til hálfleiks voru gestirnir tveimur stigum yfir, staðan þá 56-54. Í síðari hálfleik var leikurinn áfram í járnum en það fór svo að gestirnir unnu sex stiga sigur.

Lokatölur 106-100 Lokomotiv-Kuban í vil.

Íslenski landsliðsmaðurinn átti hreint út sagt frábæran leik í liði Andorra í kvöld. Hann var stigahæstur í liði Andorra með 21 stig ásamt því að taka tvö fráköst.

Haukur Helgi og félagar hafa nú unnið þrjá og tapað þremur af þeim sex leikjum sem þeir hafa leikið í Evrópudeildinni. Liðið situr í 4. sæti C-riðils sem gefur þátttökurétt í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.