Viðskipti innlent

Byggingar­kostnaður muni hækka vegna gjald­skrár­hækkana hjá Sorpu

Atli Ísleifsson skrifar
Móttökustöð Sorpu við Breiðhellu.
Móttökustöð Sorpu við Breiðhellu. Sorpa

Viðskiptastjóri á framleiðslusviði Samtaka iðnaðarins segir að byggingarkostnaður muni hækka vegna boðaðra gjaldskrárhækkana hjá Sorpu sem gildi taka um áramót.

Þetta segir Lárus M.K. Ólafsson hjá SI í samtali við Morgunblaðið um breytingar á gjaldskrá sem kynntar voru á heimasíðu Sorpu þann 18. nóvember síðastliðinn. Segir hann að Sorpa hafi ákveðið að fara „algjörlega gegn“ því sem áhersla hafi verið lögð á í núverandi ástandi, það er að ríki og sveitarfélög haldið aftur af sér í hækkunum á gjaldskrá.

Bent er á að í ákveðnum tilvikum nemi hækkun á móttökugjaldi hátt í 300 prósent. Eigi það við um steinefni frá byggingariðnaðinum og glerumbúðir og glerílát, þar sem kostnaður fyrir hvert innlagt kíló fer úr 1,86 krónur í 6,82 krónur.

Lárus segir að hækkunin virki ekki mikil en geti leitt til kostnaðarauka upp á allt að 30 milljónir króna hjá stærri byggingarverktökum á einu ári. „Það gefur augaleið að þetta verður til þess að hækka byggingarkostnað, ekki síst á þéttingarreitum þar sem rýma þarf til fyrir nýju húsnæði á kostnað gamals,“ segir Lárus í samtali við Morgunblaðið.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
3,15
27
210.559
ICEAIR
2,55
149
809.462
VIS
1,9
23
594.243
EIK
1,64
1
150
SJOVA
1,02
9
31.526

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-2,87
115
1.035.540
SIMINN
-1,65
14
253.757
REGINN
-0,68
2
11.760
ICESEA
-0,63
5
14.457
SVN
-0,45
21
103.623
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.