Innlent

Fjöl­miðla­frum­varpið af­greitt úr stjórnar­flokkum

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Vísir/Vilhelm

Fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra hefur verið samþykkt í þingflokkum Sjálfstæðisflokksins, Vinstri Grænna og Framsóknarflokksins og verður líklega lagt fram í kvöld eða á morgun.

Frumvarpið var afgreitt úr þingflokkum Vinstri grænna og Framsóknar í gær. Sjálfstæðisflokkurinn afgreiddi það síðdegis í dag með fyrirvörum nokkurra þingmanna.

Frumvarpið er nýtt og því ekki einungis breytt útfærsla á því sem lagt var fram á síðasta ári. Sömu fjárhæðir eru þó undir, enda var þegar búið að ráðstafa í fjárlögum tæplega 400 milljónum króna í styrki til einkarekinna fjölmiðla samkvæmt því. 

Nálgunin við styrkveitingar er þó sögð vera ný og er fyrirkomulagið því breytt.

Samkvæmt heimildum fréttastofu er ekki verið að huga að því að gera breytingar á umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði samhliða umræðu um frumvarpið.

Deilt hefur verið um málið á síðustu misserum en samkvæmt fyrra frumvarpi átti að endurgreiða einkareknum fjölmiðlum hluta þess kostnaðar sem fellur til við að afla og miðla fréttaefni. Endurgreiðsluhæfur kostnaður var samkvæmt því bundinn við beinan launakostnað á ritstjórnum fréttamiðla, að hámarki 50 milljónir króna á ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×