Leikjavísir

Mánudagsstreymið: Spila Among Us og nýjan Call of Duty

Samúel Karl Ólason skrifar
GameTíví

Fjölbreytileikanum verður fagnað í Mánudagsstreymi GameTíví í kvöld. Kvöldið hefst á því að strákarnir fá góða gest „í hús“ og spila leikinn Among Us. Eftir það verður kíkt á Nýjasta Call of Duty leikinn.

Sá ber nafnið Call of Duty: Black Ops Cold War og verður hann spilaður í nýrri Playstation 5.

Meðal gesta í kvöld eru Egill Ploder og DonnaCruz.

Gamanið hefst klukkan átta á Stöð 2 eSport, Twitchrás GameTíví og Vísi. Hægt er að horfa hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.