Bakarar furða sig á OECD Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 18:19 Framkvæmdastjóri OECD segir stofnunina leggja til að lögverndun bakaraiðnar verði afnumin. Landssamband bakarameistara gerir alvarlegar athugasemdir við ummæli framkvæmdastjóra OECD þess efnis að bakaraiðn ætti ekki að njóta lögverndar. Í yfirlýsingu frá bökurum er vísað til ummæla sem féllu fyrr í dag á kynningarfundi um niðurstöður samkeppnismats OECD á samkeppnishindrunum í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Þar sagði Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD, stofnunina mæla með afnámi lögverndar bakaraiðnar. Í skýrslunni er vísað til þess að hvergi í Evrópu séu fleiri starfsgreinar lögverndaðar en á Íslandi. Þá segir að of yfirgripsmikil lögverndun geti leitt til hærra verðs til neytenda. Landssamband bakarameistara gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð OECD. „Ekki er annað hægt en að furða sig á þessum starfsháttum stofnunarinnar sem með þessari tillögu virðist fara langt út fyrir verksvið sitt,“ segir í yfirlýsingunni. Í viðtali við fréttastofu í dag sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra að skoða þyrfti regluverkið. „Sumt af þessu er orðið mjög gamalt og annað nýrra. „Við þurfum að fara í gegnum hvar eru málefnalegar ástæður fyrir því að eitthvað þurfi að lögvernda,“ sagði Þórdís. „Landssamband bakarameistara bendir á að í íslensku samfélagi er almennt lögð rík áhersla á fagmennsku, gæði, öryggi, neytendavernd og menntun. Kapp er einnig lagt á að auka fjölda iðnmenntaðra og mæta þannig þörf markaðarins fyrir slíkt vinnuafl. Lögverndun iðngreina eru í raun ákveðin undirstaða í þeirri vegferð enda er markmið þeirra að tryggja gæði sem og fagleg og örugg vinnubrögð í iðngreinum,“ segir í yfirlýsingu. „Landssamband bakarameistara fagnar allri umræðu um mikilvægi löggildingar enda er tilgangur þess kerfis að ábyrgjast gæði og fagmennsku. Hins vegar er mikilvægt að sú umræða fari fram á réttum vettvangi en ekki kastað fram með óábyrgum hætti eins og Efnahags- og framfarastofnun OECD leyfir sér að gera.“ Samkeppnismál Neytendur Bakarí Vinnumarkaður Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Landssamband bakarameistara gerir alvarlegar athugasemdir við ummæli framkvæmdastjóra OECD þess efnis að bakaraiðn ætti ekki að njóta lögverndar. Í yfirlýsingu frá bökurum er vísað til ummæla sem féllu fyrr í dag á kynningarfundi um niðurstöður samkeppnismats OECD á samkeppnishindrunum í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Þar sagði Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD, stofnunina mæla með afnámi lögverndar bakaraiðnar. Í skýrslunni er vísað til þess að hvergi í Evrópu séu fleiri starfsgreinar lögverndaðar en á Íslandi. Þá segir að of yfirgripsmikil lögverndun geti leitt til hærra verðs til neytenda. Landssamband bakarameistara gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð OECD. „Ekki er annað hægt en að furða sig á þessum starfsháttum stofnunarinnar sem með þessari tillögu virðist fara langt út fyrir verksvið sitt,“ segir í yfirlýsingunni. Í viðtali við fréttastofu í dag sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra að skoða þyrfti regluverkið. „Sumt af þessu er orðið mjög gamalt og annað nýrra. „Við þurfum að fara í gegnum hvar eru málefnalegar ástæður fyrir því að eitthvað þurfi að lögvernda,“ sagði Þórdís. „Landssamband bakarameistara bendir á að í íslensku samfélagi er almennt lögð rík áhersla á fagmennsku, gæði, öryggi, neytendavernd og menntun. Kapp er einnig lagt á að auka fjölda iðnmenntaðra og mæta þannig þörf markaðarins fyrir slíkt vinnuafl. Lögverndun iðngreina eru í raun ákveðin undirstaða í þeirri vegferð enda er markmið þeirra að tryggja gæði sem og fagleg og örugg vinnubrögð í iðngreinum,“ segir í yfirlýsingu. „Landssamband bakarameistara fagnar allri umræðu um mikilvægi löggildingar enda er tilgangur þess kerfis að ábyrgjast gæði og fagmennsku. Hins vegar er mikilvægt að sú umræða fari fram á réttum vettvangi en ekki kastað fram með óábyrgum hætti eins og Efnahags- og framfarastofnun OECD leyfir sér að gera.“
Samkeppnismál Neytendur Bakarí Vinnumarkaður Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira