Erlent

Alex Trebek er látinn

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Getty/Emma McIntyre

Kanadíski sjónvarpsmaðurinn Alex Trebek er látinn 80 ára að aldri. Hann lést friðsællega á heimili sínu umvafinn fjölskyldu og ástvinum í morgun. Þetta kemur fram í færslu á Twitter.

Alex var þekktastur fyrir að hafa stýrt spurningaþáttunum Jeopardy! frá árinu 1984 en greindist með fjórða stigs krabbamein í brisi á síðasta ári.

Fréttin verður uppfærð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×