Viðskipti innlent

Inn­kalla sæl­gæti vegna málm­hlutar

Atli Ísleifsson skrifar
Nammið sem um ræðir.
Nammið sem um ræðir. Matvælastofnun

Matvælastofnun hefur varað við neyslu á sænsku sælgæti „S-märke surt skum“, sem heildverslun Core ehf. flytur inn, vegna aðskotarhlutar úr málmi sem fannst í vörunni.

Í tilkynningu frá stofnuninni segir að fyrirtækið hafi innkallað vöruna með aðstoð Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs.

„Matvælastofnun fékk upplýsingarnar í gegnum evrópska viðvörunarkerfið RASFF um hættuleg matvæli á markaði og gerði heilbrigðiseftirlitinu viðvart.

Einungis er verið að innkalla eftirfarandi framleiðslulotu/best fyrir dagsetningu:

  • Vörumerki: Candy people
  • Vöruheiti: S-Märke Surt skum 70 g
  • Innflytjandi: Core ehf.
  • Best fyrir dagsetning: 14-08-2022 M4
  • Dreifing: Bónus, Hagkaup, Krónan, Iceland, Krambúðir, Kvikk, 10-11, Extra24, Fjarðarkaup, N1, Olís, Melabúðin og Heimkaup

Neytendur sem hafa keypt tilgreinda vöru eru beðnir um að skila henni í verslun eða á skrifstofu Core Heildsölu að Víkurhvarfi 1, 203 Kópavogi.,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×