Ráðgjafar sameinast undir merkjum Stratagem Rakel Sveinsdóttir skrifar 29. október 2020 06:56 Fv.: Ása Karin Hólm Bjarnadóttir, Þórður Sverrison og Sigurjón Þórðarson. Vísir/Aðsent Þrír fyrrum starfsmenn Capacent hafa sameinast undir merkjum ráðgjafafyrirtækisins Stratagem, en félagið var stofnað nýverið. Eigendur eru Ása Karin Bjarnadóttir, Sigurjón Þórðarson og Þórður Sverrison. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að nafnið Stratagem þýði herkænska í baráttu eða skapandi leðir til að ná markmiðum og árangri. Framkvæmdastjóri er Þórður Sverrison. Þórður er með meistarapróf frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn, CBS. Þórður hefur starfað við ráðgjöf á sviði stefnumótunar, skipulags og stjórnunar, markaðsmála og þjónustu í 25 ár. Þá hefur hann verið aðjúnkt í Háskóla Íslands um árabil. Þórður gaf út bókina Forskot fyrir nokkrum árum síðan, en hún er fyrsta bókin á íslensku sem fjallar um lykilviðfangsefni í stjórnun fyrirtækja, stefnumótun og framtíðarsýn, skipulag og margvísleg viðfangsefni í markaðsstarfi. Ása Karin er með meistarapróf frá Odense Universitet. Ása hefur veitt fjölbreyttum hópi viðskiptavina ráðgjöf á sviði stefnumótunar, skipulags- og mannauðsmála. Í gegnum ráðgjafaferilinn hefur hún komið að ýmis konar breytingum hjá fyrirtækjum og stofnunum, ekki síst þeim sem snúið hafa að stjórnendaþjálfun og öðrum mannauðsmálum. Ása Karin er vottaður markþjálfi og hefur komið töluvert að þjálfun og kennslu. Sigurjón er MBA frá HR, MA dipl í jákvæðri sálfræði frá EÍ og hefur frá árinu 2005 starfað sem ráðgjafi á sviði liðsheildar, stjórnunar, stefnumótunar og umbóta. Sigurjón hefur unnið með fjölda starfsfólks og stjórnenda við að gera starfsumhverfi og vinnustaði þeirra betri og undanfarið unnið að greiningu um velsæld fyrirtækja og breytingum í kjölfar þess. Sigurjón er menntaður framhaldsskólakennari auk þess að vera matreiðslumeistari með meira en 20 ára reynslu í veitinga og ferðaþjónustu. „Reynsla okkar og praktísk nálgun við lausn viðfangsefna, er að okkar mati mikilvæg, ekki síst á erfiðum tímum í atvinnulífinu í dag. Okkar styrkur liggur ekki síst í að hjálpa stjórnendum við að fókusera á það skiptir mestu máli í dag. Skerpa á stefnu og framtíðarsýn, skerpa á skipulagi og stjórnun, og efla liðsheild og öfluga menningu fyrirtækja,“ er haft eftir Þórði í fréttatilkynningu. Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Þrír fyrrum starfsmenn Capacent hafa sameinast undir merkjum ráðgjafafyrirtækisins Stratagem, en félagið var stofnað nýverið. Eigendur eru Ása Karin Bjarnadóttir, Sigurjón Þórðarson og Þórður Sverrison. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að nafnið Stratagem þýði herkænska í baráttu eða skapandi leðir til að ná markmiðum og árangri. Framkvæmdastjóri er Þórður Sverrison. Þórður er með meistarapróf frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn, CBS. Þórður hefur starfað við ráðgjöf á sviði stefnumótunar, skipulags og stjórnunar, markaðsmála og þjónustu í 25 ár. Þá hefur hann verið aðjúnkt í Háskóla Íslands um árabil. Þórður gaf út bókina Forskot fyrir nokkrum árum síðan, en hún er fyrsta bókin á íslensku sem fjallar um lykilviðfangsefni í stjórnun fyrirtækja, stefnumótun og framtíðarsýn, skipulag og margvísleg viðfangsefni í markaðsstarfi. Ása Karin er með meistarapróf frá Odense Universitet. Ása hefur veitt fjölbreyttum hópi viðskiptavina ráðgjöf á sviði stefnumótunar, skipulags- og mannauðsmála. Í gegnum ráðgjafaferilinn hefur hún komið að ýmis konar breytingum hjá fyrirtækjum og stofnunum, ekki síst þeim sem snúið hafa að stjórnendaþjálfun og öðrum mannauðsmálum. Ása Karin er vottaður markþjálfi og hefur komið töluvert að þjálfun og kennslu. Sigurjón er MBA frá HR, MA dipl í jákvæðri sálfræði frá EÍ og hefur frá árinu 2005 starfað sem ráðgjafi á sviði liðsheildar, stjórnunar, stefnumótunar og umbóta. Sigurjón hefur unnið með fjölda starfsfólks og stjórnenda við að gera starfsumhverfi og vinnustaði þeirra betri og undanfarið unnið að greiningu um velsæld fyrirtækja og breytingum í kjölfar þess. Sigurjón er menntaður framhaldsskólakennari auk þess að vera matreiðslumeistari með meira en 20 ára reynslu í veitinga og ferðaþjónustu. „Reynsla okkar og praktísk nálgun við lausn viðfangsefna, er að okkar mati mikilvæg, ekki síst á erfiðum tímum í atvinnulífinu í dag. Okkar styrkur liggur ekki síst í að hjálpa stjórnendum við að fókusera á það skiptir mestu máli í dag. Skerpa á stefnu og framtíðarsýn, skerpa á skipulagi og stjórnun, og efla liðsheild og öfluga menningu fyrirtækja,“ er haft eftir Þórði í fréttatilkynningu.
Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira