Viðskipti innlent

Fimm bítast um bíla­stæða­húsið á Land­spítalanum

Atli Ísleifsson skrifar
Bílastæðahluti hússins verður um 16.900 fermetrar, eða með 540 til 570 stæði fyrir bíla.
Bílastæðahluti hússins verður um 16.900 fermetrar, eða með 540 til 570 stæði fyrir bíla. NLSH

Alls skiluðu fimm hópar inn umsóknum í forvali um þátttökurétt í lokuðu alútboði á hönnun og byggingu bílastæða- og tæknihúss nýs Landspítala við Hringbraut.

Bílastæðahluti hússins verður um 16.900 fermetrar, eða með 540 til 570 stæði fyrir bíla. Þá sé tæknirými meðal annars vegna varaaflskerfa um 2.300 fermetrar og geymslur 500 fermetrar.

„Nýr Landspítali ohf. stefnir að útboði hússins innan nokkurra mánaða og að jarðvinna geti hafist á árinu 2021. Fimm hópar skiluðu inn umsóknum vegna forvalsins, en þeir eru:

  • Ístak með Arkþing Nordic og Eflu.
  • ÍAV með Batterínu og Verkís.
  • Eykt með Tark og VSÓ.
  • ÞG verktakar með Arkís, Mannvit.
  • Rizzani de Eccher með Þingvang, Urban arkitektum, Wim de Bruijn, Brekke & Strand, Verkfræðistofu Reykjavíkur og Örugg verkfræðistofu.

Forvalsnefnd Nýs Landspítala ohf. mun skila niðurstöðum 21. október um hæfis- og hæfnismat, en heimilt er skv. forvalsgögnum að heimila allt að fimm þátttakendum boð í útboðinu. Þeir umsækjendur forvals sem er boðin þátttaka í alútboðinu munu skila í framhaldi af því inn tillögum og tilboði í hönnun og byggingu bílastæða- og tæknihússins í samræmi við útboðsgögn. Niðurstöður forvals gilda í sex mánuði,“ segir í tilkynningunni.

Eykt fékk uppsteypu meðferðarkjarnans

Fyrr í vikunni var greint frá því að ákveðið hafi verið að ganga að tilboði Eyktar og ganga til samninga eftir útboð á uppsteypu meðferðarkjarna Nýs Landspítala. Tilboð Eyktar var upp á 8,68 milljarða króna, eða um 82 prósent af kostnaðaráætlun. 

Nýr meðferðarkjarni verður um 70.000 fermetrar að stærð. Áætlanir NLSH eru þær að uppsteypan geti hafist í nóvember nk. og framkvæmdatími verksins er um þrjú ár.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
9,93
147
412.915
REITIR
3,89
59
753.906
REGINN
3,8
16
115.971
HAGA
2,08
21
269.430
ICESEA
1,82
9
38.936

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-0,62
15
294.192
ARION
-0,22
18
3.849.627
BRIM
0
3
2.193
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.