Samstarf

Bein útsending: Össur - Nýsköpun á verðlaunapalli

Össur
Langstökkvarinn Markus Rehm notar hlaupafót frá Össuri.
Langstökkvarinn Markus Rehm notar hlaupafót frá Össuri.

Össur tekur þátt í Nýsköpunarvikunni, nýrri hátíð í Reykjavík sem nú stendur yfir, með viðburðinum,  Össur – Nýsköpun á verðlaunapalli, í dag frá klukkan 12 til 13. 

Össur hefur í áraraðir unnið náið með afreksíþróttafólki um allan heim við hönnun hlaupafóta sem ítrekað hafa komið við sögu á verðlaunapöllum á Ólympíuleikum fatlaðra sem og heimsmeistaramótum.

Þar munu Hildur Einarsdóttir, Aron Kristbjörn Albertson, Sindri Páll Sigurðsson og Edda H. Geirsdóttir kynna þróunarstarfið þar sem gefst tækifæri á að skyggnast í verkfræðina á bak við hlaupafjaðrirnar, útlitshönnun og notkun þeirra. Einnig verður áheyrendum gefinn kostur á að kynnast vinnunni í kringum Team Össur, sem er hópur íþróttafólks í fremstu röð og má sjá þónokkur þeirra í nýlegri heimildarmynd Netflix, Rising Phoenix.

Viðburðinum verður streymt beint frá Teams. Hægt er að fá áminningu um viðburðinn hér.

Nýsköpunarvikan fer fram dagana 30. september -7. október.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.