Oft erfitt að segja frá atvinnuleysi þegar sótt er um nýtt starf Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. september 2020 09:52 Sumum finnst erfitt að upplýsa um atvinnuleysi í atvinnuleit Vísir/Getty Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að fólk er atvinnulaust um tíma. Stundum á atvinnuleysið við líðandi stundu en stundum á það við um tíma fyrir einhverjum misserum eða árum síðan. Spurningin er: Hvernig er best að segja frá þessu tímabili í ferilskránni og er yfir höfuð rétt að vera að tilgreina atvinnuleysið sérstaklega? Þumalputtareglan er að segja alltaf satt og rétt frá því annað gæti komið í bakið á manni. Hér eru samt nokkur ráð til að draga úr ásýnd atvinnuleysis á ferilskránni sjálfri. 1. Að nota ártöl Þegar sótt er um störf í gegnum vefsíður þarf að skrá upphafsdagsetningu og lokadagsetningu fyrri starfa. Eins má alveg gera ráð fyrir að í atvinnuviðtölum séu umsækjendur spurðir um það hvenær viðkomandi byrjaði eða hætti í tilteknu starfi. Í þessum tilfellum þýðir ekkert annað en að segja bara satt og rétt frá því það er engin skömm að því þótt fólk fari í gegnum atvinnuleysi um tíma. Hins vegar er ágætis ráð að skrá ártöl á ferilskránna sjálfa, frekar en mánuð og ártöl. Þetta á þá við um störf fyrri ára. Dæmi: 2017-2019 Verslunarstjóri hjá X í stað Maí 2017 til ágúst 2019: Verslunarstjóri hjá X Ártölin geta þannig dregið úr því hversu áberandi það er ef nokkrir mánuðir líða síðan á milli starfa. Þessi leið snýst þó ekki um að reyna að fela eða fegra neitt, heldur frekar að upplýsa bara um upphaf og starfslokartíma í viðtölum. 2. Framsetningin Þá skiptir framsetning ferilskráarinnar máli. Til dæmis að nota ekki feitletrun eða stærri letur í upplýsingum um starfstímabil ef eyða er í ferilskrá vegna atvinnuleysis. Velja frekar að hafa aðrar upplýsingar meira áberandi, t.d. stöðuheitið eða starfslýsinguna sjálfa. Hér er gott að þreifa sig áfram og sjá hvaða framsetning kemur vel út enda á að leggja góða vinnu í allar ferilskrár. 3. Starfsaldur og reynsla Síðan skiptir það líka máli á hvaða aldri maður er og yfir hversu langt tímabil ferilskráin nær. Fyrir fólk á miðjum aldri eða eldra þarf ekkert endilega að fylla út ártölin þannig að þau séu öll samliggjandi. Reynsla og fyrri störf hafa meiri vægi og það að sjá eyðu myndast á milli starfa aftur í tímann þarf ekkert að vera neitt feimnismál. 4. Önnur reynsla, námskeið og fleira Síðan er um að gera að fylla út upplýsingar sem sýna hvað þú hefur nýtt tímann í á tímabili atvinnuleysis. Námskeið, félagsstarf, nám? Mögulega er eitthvað sem þú gerðir eða lærðir sérstaklega sem gæti nýst næsta vinnuveitanda vel. Þá er gott að tilgreina stjórnarsetu, nefndarsetu og annað sem þú hefur reynslu af. 5. Útskýringar í atvinnuviðtali Sumum finnst vandræðalegt að þurfa að útskýra tímabil atvinnuleysis í atvinnuviðtölum. Hér er mælt með því að æfa sig. Vera skýr, hreinn og beinn í svörum og gefa réttar upplýsingar án mikilla orðalenginga. Gott er að undirbúa svarið sitt og helst að æfa sig þannig að þú farir ekki ósjálfrátt að hika eða tafsa í viðtalinu sjálfu. 6. Hverjir eru styrkleikarnir þínir? Loks eru það styrkleikarnir þínir. Hverjir eru þeir og er ferilskráin alveg örugglega að endurspegla þessa styrkleika vel? Því í raun eru það styrkleikarnir þínir, reynslan og hæfnin þín sem skiptir næsta vinnuveitanda mesta máli, ekki hvort þú hafir verið án atvinnu í einhvern tíma. Stundum förum við ósjálfrátt í of mikla vörn sjálf vegna þess að við höldum að allir séu að velta sér uppúr einhverri stöðu hjá okkur eins og atvinnuleysi. Hið rétta er að það á sjaldnast við. Starfsframi Góðu ráðin Tengdar fréttir Fyrstu skrefin í atvinnuleysi Níu góð ráð til að takast á við óvænt atvinnuleysi. 14. september 2020 09:00 Starfsframinn: Góð ráð fyrir atvinnuviðtalið Inga Steinunn Arnardóttir ráðgjafi hjá Hagvangi fer hér yfir nokkur góð ráð fyrir fólk sem er að fara í atvinnuviðtal. Hún ráðleggur fólki að fara úr yfirhöfninni, þiggja vatnsglasið, vera íhaldssamt í klæðnaði, jákvætt og vel undirbúið. 2. mars 2020 09:00 Á sextugsaldri í atvinnuleit: Þrjú góð ráð Fólk á sextugsaldri í atvinnuleit þarf að gæta þess að ferilskráin þeirra sé ekki lengri en ein til tvær A4 síður þótt starfsreynslan sé mikil. Þá er um að gera að nýta sér samfélagsmiðlana eins og unga fólkið gerir. 24. ágúst 2020 09:00 Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að fólk er atvinnulaust um tíma. Stundum á atvinnuleysið við líðandi stundu en stundum á það við um tíma fyrir einhverjum misserum eða árum síðan. Spurningin er: Hvernig er best að segja frá þessu tímabili í ferilskránni og er yfir höfuð rétt að vera að tilgreina atvinnuleysið sérstaklega? Þumalputtareglan er að segja alltaf satt og rétt frá því annað gæti komið í bakið á manni. Hér eru samt nokkur ráð til að draga úr ásýnd atvinnuleysis á ferilskránni sjálfri. 1. Að nota ártöl Þegar sótt er um störf í gegnum vefsíður þarf að skrá upphafsdagsetningu og lokadagsetningu fyrri starfa. Eins má alveg gera ráð fyrir að í atvinnuviðtölum séu umsækjendur spurðir um það hvenær viðkomandi byrjaði eða hætti í tilteknu starfi. Í þessum tilfellum þýðir ekkert annað en að segja bara satt og rétt frá því það er engin skömm að því þótt fólk fari í gegnum atvinnuleysi um tíma. Hins vegar er ágætis ráð að skrá ártöl á ferilskránna sjálfa, frekar en mánuð og ártöl. Þetta á þá við um störf fyrri ára. Dæmi: 2017-2019 Verslunarstjóri hjá X í stað Maí 2017 til ágúst 2019: Verslunarstjóri hjá X Ártölin geta þannig dregið úr því hversu áberandi það er ef nokkrir mánuðir líða síðan á milli starfa. Þessi leið snýst þó ekki um að reyna að fela eða fegra neitt, heldur frekar að upplýsa bara um upphaf og starfslokartíma í viðtölum. 2. Framsetningin Þá skiptir framsetning ferilskráarinnar máli. Til dæmis að nota ekki feitletrun eða stærri letur í upplýsingum um starfstímabil ef eyða er í ferilskrá vegna atvinnuleysis. Velja frekar að hafa aðrar upplýsingar meira áberandi, t.d. stöðuheitið eða starfslýsinguna sjálfa. Hér er gott að þreifa sig áfram og sjá hvaða framsetning kemur vel út enda á að leggja góða vinnu í allar ferilskrár. 3. Starfsaldur og reynsla Síðan skiptir það líka máli á hvaða aldri maður er og yfir hversu langt tímabil ferilskráin nær. Fyrir fólk á miðjum aldri eða eldra þarf ekkert endilega að fylla út ártölin þannig að þau séu öll samliggjandi. Reynsla og fyrri störf hafa meiri vægi og það að sjá eyðu myndast á milli starfa aftur í tímann þarf ekkert að vera neitt feimnismál. 4. Önnur reynsla, námskeið og fleira Síðan er um að gera að fylla út upplýsingar sem sýna hvað þú hefur nýtt tímann í á tímabili atvinnuleysis. Námskeið, félagsstarf, nám? Mögulega er eitthvað sem þú gerðir eða lærðir sérstaklega sem gæti nýst næsta vinnuveitanda vel. Þá er gott að tilgreina stjórnarsetu, nefndarsetu og annað sem þú hefur reynslu af. 5. Útskýringar í atvinnuviðtali Sumum finnst vandræðalegt að þurfa að útskýra tímabil atvinnuleysis í atvinnuviðtölum. Hér er mælt með því að æfa sig. Vera skýr, hreinn og beinn í svörum og gefa réttar upplýsingar án mikilla orðalenginga. Gott er að undirbúa svarið sitt og helst að æfa sig þannig að þú farir ekki ósjálfrátt að hika eða tafsa í viðtalinu sjálfu. 6. Hverjir eru styrkleikarnir þínir? Loks eru það styrkleikarnir þínir. Hverjir eru þeir og er ferilskráin alveg örugglega að endurspegla þessa styrkleika vel? Því í raun eru það styrkleikarnir þínir, reynslan og hæfnin þín sem skiptir næsta vinnuveitanda mesta máli, ekki hvort þú hafir verið án atvinnu í einhvern tíma. Stundum förum við ósjálfrátt í of mikla vörn sjálf vegna þess að við höldum að allir séu að velta sér uppúr einhverri stöðu hjá okkur eins og atvinnuleysi. Hið rétta er að það á sjaldnast við.
Starfsframi Góðu ráðin Tengdar fréttir Fyrstu skrefin í atvinnuleysi Níu góð ráð til að takast á við óvænt atvinnuleysi. 14. september 2020 09:00 Starfsframinn: Góð ráð fyrir atvinnuviðtalið Inga Steinunn Arnardóttir ráðgjafi hjá Hagvangi fer hér yfir nokkur góð ráð fyrir fólk sem er að fara í atvinnuviðtal. Hún ráðleggur fólki að fara úr yfirhöfninni, þiggja vatnsglasið, vera íhaldssamt í klæðnaði, jákvætt og vel undirbúið. 2. mars 2020 09:00 Á sextugsaldri í atvinnuleit: Þrjú góð ráð Fólk á sextugsaldri í atvinnuleit þarf að gæta þess að ferilskráin þeirra sé ekki lengri en ein til tvær A4 síður þótt starfsreynslan sé mikil. Þá er um að gera að nýta sér samfélagsmiðlana eins og unga fólkið gerir. 24. ágúst 2020 09:00 Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
Fyrstu skrefin í atvinnuleysi Níu góð ráð til að takast á við óvænt atvinnuleysi. 14. september 2020 09:00
Starfsframinn: Góð ráð fyrir atvinnuviðtalið Inga Steinunn Arnardóttir ráðgjafi hjá Hagvangi fer hér yfir nokkur góð ráð fyrir fólk sem er að fara í atvinnuviðtal. Hún ráðleggur fólki að fara úr yfirhöfninni, þiggja vatnsglasið, vera íhaldssamt í klæðnaði, jákvætt og vel undirbúið. 2. mars 2020 09:00
Á sextugsaldri í atvinnuleit: Þrjú góð ráð Fólk á sextugsaldri í atvinnuleit þarf að gæta þess að ferilskráin þeirra sé ekki lengri en ein til tvær A4 síður þótt starfsreynslan sé mikil. Þá er um að gera að nýta sér samfélagsmiðlana eins og unga fólkið gerir. 24. ágúst 2020 09:00