Bakarí Jóa Fel gjaldþrota Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2020 13:16 Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Jóa Fel árangurslaust undanfarnar vikur. Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Frá þessu greinir Stundin. Krafn um gjaldþrot var lögð fram á grundvelli vangoldinna iðgjalda. Þau hafi verið innheimt af launum starfsfólks en ekki skilað til sjóðsins. Þá mun fyrirtækið ekki hafa greitt mótframlag af launum starfsfólks til lífeyrissjóðsins. Grímur Sigurðsson lögmaður hefur verið skipaður skiptastjóri í þrotabúi Jóa Fel. Hann segir í samtali við Vísi að nú hefjist hefðbundin vinna við að hafa uppi á eignum og lýsa eftir kröfu.Jóhannes Felixson bakari, sem rekið hefur bakarí Jóa Fel undanfarin ár, segist funda stöðugt vegna resktrarerfiðleika bakarísins. Aðeins tvö bakarí eru opin sem stendur en fjórum hefur verið lokað. Útburðarmál vegna ógreiddrar leigu Bakarí Jóa Fel í Holtagörðum, þar sem öll framleiðsla fer fram, og Spönginni eru enn opin samkvæmt upplýsingum úr símsvörun bakaríanna. Bakaríunum við JL-húsið, í Smáralind, Garðabæ og Borgartúni hefur verið lokað. Jói Fel var á fundi með skiptastjóra í Holtagörðum þegar ljósmyndara fréttastofu bar að garði á öðrum tímanum.Vísir/Vilhelm Morgunblaðið greindi frá því í ágúst að eigandi húsnæðis í Borgartúni sem Jói Fel hafði á leigu hefði ákveðið að höfða útburðarmál vegna vangoldinnar leigu. Bakaríinu var lokað um það leyti og svo hinum áðurnefndu í kjölfarið. Jói Fel hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum frá fréttastofu undanfarnar vikur. Sagði allt óljóst Bakarinn var fámáll í samtölum við DV og Mannlíf á þriðjudag þar sem hann sagðist hreinlega ekki vita stöðu mála. Eitthvað gæti gerst í vikunni en það væri óljóst. „Ég er bara á fundum alla vikuna, allt er í vinnslu og ég veit ekkert.“ Jói Fel rak bakarí á Selfossi og Hellu sem var lokað í september í fyrra eftir átján mánaða rekstur. Um var að ræða bakaríin Guðni bakari á Selfossi og Kökuval á Hellu sem fóru í þrot. Engar færslur hafa verið á heimasíðu Jóa Fel eða Facebook-síðu undanfarnar fjórar vikur. Gjaldþrot Veitingastaðir Lífeyrissjóðir Bakarí Smáralind Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Starfsmenn Bílanausts sendir heim Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Frá þessu greinir Stundin. Krafn um gjaldþrot var lögð fram á grundvelli vangoldinna iðgjalda. Þau hafi verið innheimt af launum starfsfólks en ekki skilað til sjóðsins. Þá mun fyrirtækið ekki hafa greitt mótframlag af launum starfsfólks til lífeyrissjóðsins. Grímur Sigurðsson lögmaður hefur verið skipaður skiptastjóri í þrotabúi Jóa Fel. Hann segir í samtali við Vísi að nú hefjist hefðbundin vinna við að hafa uppi á eignum og lýsa eftir kröfu.Jóhannes Felixson bakari, sem rekið hefur bakarí Jóa Fel undanfarin ár, segist funda stöðugt vegna resktrarerfiðleika bakarísins. Aðeins tvö bakarí eru opin sem stendur en fjórum hefur verið lokað. Útburðarmál vegna ógreiddrar leigu Bakarí Jóa Fel í Holtagörðum, þar sem öll framleiðsla fer fram, og Spönginni eru enn opin samkvæmt upplýsingum úr símsvörun bakaríanna. Bakaríunum við JL-húsið, í Smáralind, Garðabæ og Borgartúni hefur verið lokað. Jói Fel var á fundi með skiptastjóra í Holtagörðum þegar ljósmyndara fréttastofu bar að garði á öðrum tímanum.Vísir/Vilhelm Morgunblaðið greindi frá því í ágúst að eigandi húsnæðis í Borgartúni sem Jói Fel hafði á leigu hefði ákveðið að höfða útburðarmál vegna vangoldinnar leigu. Bakaríinu var lokað um það leyti og svo hinum áðurnefndu í kjölfarið. Jói Fel hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum frá fréttastofu undanfarnar vikur. Sagði allt óljóst Bakarinn var fámáll í samtölum við DV og Mannlíf á þriðjudag þar sem hann sagðist hreinlega ekki vita stöðu mála. Eitthvað gæti gerst í vikunni en það væri óljóst. „Ég er bara á fundum alla vikuna, allt er í vinnslu og ég veit ekkert.“ Jói Fel rak bakarí á Selfossi og Hellu sem var lokað í september í fyrra eftir átján mánaða rekstur. Um var að ræða bakaríin Guðni bakari á Selfossi og Kökuval á Hellu sem fóru í þrot. Engar færslur hafa verið á heimasíðu Jóa Fel eða Facebook-síðu undanfarnar fjórar vikur.
Gjaldþrot Veitingastaðir Lífeyrissjóðir Bakarí Smáralind Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Starfsmenn Bílanausts sendir heim Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira