Innlent

Tveir nem­endur FÁ smitaðir og kennsla al­farið raf­ræn

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kennsla við skólann verður rafræn næstu daga.
Kennsla við skólann verður rafræn næstu daga. Mynd/FÁ

Tveir nemendur Fjölbrautarskólans við Ármúla hafa greinst með Covid-19, að því er fram kemur í tilkynningu á vef skólans. Þar kemur einnig fram að nemendurnir tengist vinaböndum og hafi verið í litlum samskiptum við aðra nemendur skólans.

Í tilkynningunni segir einnig að skólameistarar FÁ hafi um helgina unnið í nánu samstarfi við sóttvarnaryfirvöld, þar með talið smitrakningateymi almannavarna, og unnið sé eftir þeirra leiðbeiningum við úrvinnslu málsins.

Þá er talið nær ómögulegt að aðrir nemendur eða kennarar við skólann hafi smitast, en skólinn hvetur þó alla nemendur sem finna til einkenna að bóka skimun á heilsuvera.is.

Kennsla í skólanum næstu daga verður alfarið rafræn og skólinn lokaður næstu níu daga, með það fyrir augum að koma böndum á frekari útbreiðslu kórónuveirunnar meðal nemenda og starfsfólks skólans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×