Skráði sig fyrir stórum hlut í Icelandair Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. september 2020 15:45 Ballarin hefur skráð sig fyrir stórum hlut í Icelandair samkvæmt talsmanni hennar hér á landi. Vísir/Baldur Hrafnkell Talsmaður kaupsýslukonunnar Michele Roosevelt Edwards Ballarin segir að hún hafi gert bindandi tilboð í hlutafjárútboði Icelandair. Samkvæmt heimildum fréttastofu hljóðar tilboðið upp á sjö milljarða króna. Ballarin er ekki ókunn íslenskum flugheimi en hún stefndi að því að stofna flugfélag á Íslandi og keypti að lokum WOW air af þrotabúi félagsins. Ballarin kom til landsins á þriðjudag í tilefni af hlutafjárútboði Icelandair sem hófst í gær og lauk klukkan fjögur í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu gerði Ballarin tilboð í dag upp á um sjö milljarða íslenskra króna. Þetta er helmingur þeirra upphæðar sem verið er að reyna afla með hlutafjárútboðinu til viðbótar við loforðin frá bönkunum. Ballarin yrði þá stærsti einstaki hluthafinn en heimildir fréttastofu herma að hún vonist til að halda á 25% hlut í Icelandair eftir kaupin. „Mér finnst nú ekki rétt að ég sé að staðfesta ákveðna tölu en hún kom nú ekki hingað til að vera með minniháttar þátttöku þannig það er vissulega verið að tala um háar fjárhæðir sem hún er að spá í og ef til vill er nú þegar búin að sækjast eftir,“ segir Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill sem hefur aðstoðað Ballarin hér á landi. Hún hafi lengi haft áhuga á Íslandi sem samgöngumiðstöð vegna landfræðilegrar legu landsins og eigi nú þegar vörumerkið WOW air. „Núna þegar Icelandair er líka í vandræðum og hún hefur fjárhagslegar aðstæður til að taka þátt í að leysa slíkan vanda þá er eðlilegt að hún hugsi með sér hvort hún geti með einhverjum hætti slegið þessu saman,“ segir Gunnar Steinn. Fréttin hefur verið uppfærð. WOW Air Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Sjá meira
Talsmaður kaupsýslukonunnar Michele Roosevelt Edwards Ballarin segir að hún hafi gert bindandi tilboð í hlutafjárútboði Icelandair. Samkvæmt heimildum fréttastofu hljóðar tilboðið upp á sjö milljarða króna. Ballarin er ekki ókunn íslenskum flugheimi en hún stefndi að því að stofna flugfélag á Íslandi og keypti að lokum WOW air af þrotabúi félagsins. Ballarin kom til landsins á þriðjudag í tilefni af hlutafjárútboði Icelandair sem hófst í gær og lauk klukkan fjögur í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu gerði Ballarin tilboð í dag upp á um sjö milljarða íslenskra króna. Þetta er helmingur þeirra upphæðar sem verið er að reyna afla með hlutafjárútboðinu til viðbótar við loforðin frá bönkunum. Ballarin yrði þá stærsti einstaki hluthafinn en heimildir fréttastofu herma að hún vonist til að halda á 25% hlut í Icelandair eftir kaupin. „Mér finnst nú ekki rétt að ég sé að staðfesta ákveðna tölu en hún kom nú ekki hingað til að vera með minniháttar þátttöku þannig það er vissulega verið að tala um háar fjárhæðir sem hún er að spá í og ef til vill er nú þegar búin að sækjast eftir,“ segir Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill sem hefur aðstoðað Ballarin hér á landi. Hún hafi lengi haft áhuga á Íslandi sem samgöngumiðstöð vegna landfræðilegrar legu landsins og eigi nú þegar vörumerkið WOW air. „Núna þegar Icelandair er líka í vandræðum og hún hefur fjárhagslegar aðstæður til að taka þátt í að leysa slíkan vanda þá er eðlilegt að hún hugsi með sér hvort hún geti með einhverjum hætti slegið þessu saman,“ segir Gunnar Steinn. Fréttin hefur verið uppfærð.
WOW Air Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Sjá meira