Bílar

Volkswagen hefur afhendingar á ID.3

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Jürgen Stackmann, sölustjóri Volkswagen við hlið fyrsta ID.3 1ST sem afhentur var.
Jürgen Stackmann, sölustjóri Volkswagen við hlið fyrsta ID.3 1ST sem afhentur var.

Á föstudag afhenti Volskwagen fyrsta ID.3 bílinn sem byggður er á MEB grunni. Bíllinn er tilraun Volkswagen til að keppa við aðra rafbíla í sama stærðarflokki.

Fyrsta eintakið af 1ST gerðinni sem fáanleg er í takmörkuðum eintökum, 30.000 stykkjum, var afhent af sölustjóra Volkswagen Jürgen Stackmann til Oliver Nicolai við verksmiðju Volkswagen í Dresden í Þýskalandi.

Brátt munu viðskiptavinir annars staðar í heiminum fá sína bíla afhenta. ID.3 er fáanlegur í sýningarsal Heklu, bílaumboðs og er verðið frá 5.090.000 kr.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.