Viðskipti erlent

Fyrsta konan ráðin forstjóri Wall Street-banka

Kjartan Kjartansson skrifar
Jane Fraser tekur við stjórn Citigroup þegar núverandi forstjóri sest í helgan stein í febrúar.
Jane Fraser tekur við stjórn Citigroup þegar núverandi forstjóri sest í helgan stein í febrúar. AP/Julian Restrepo/Citigroup

Citigroup réði Jane Fraser sem forstjóra bankans. Fraser verður fyrsta konan til að gegna stöðu bankastjóri á Wall Street. Bandarískir bankar hafa legið undir gagnrýni fyrir skökk kynjahlutföll á meðal stjórnenda.

Fraser tekur við af Michael Corbat þegar hann lætur af störfum í febrúar. Hann hefur starfað fyrir Citigroup í 37 og stýrt bankanum undanfarin átta ár. Hún hefur verið yfirmaður viðskiptabankastarfsemi hans síðasta árið og starfað fyrir bankann í sextán ár.

Eftir nám við Harvard-viðskiptaskólann og Cambridge-háskóla hóf Fraser, sem fæddist í Skotlandi, feril sinn í fjármálageirum hjá Goldman Sachs í London. Hún varð meðeigandi hjá ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey en gekk síðar til liðs við Citigroup. Bandaríski bankinn Wells Fargo er sagður hafa íhugað að ráða hana sem forstjóra nýlega.

Aðeins 31 kona stýrir stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna sem eru skráð í S&P500-vísitölunni. Alison Rose varð fyrsta konan til að stýra einum af fjórum stærstu bönkum Bretlands þegar hún var ráðin forstjóri Royal Bank of Scotland í fyrra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
1,57
13
108.045
EIK
1,56
3
46.561
ARION
1,01
9
128.645
HAGA
1,01
6
90.126
SKEL
0,65
6
104.251

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-7,21
35
15.820
ORIGO
-0,35
3
39.210
EIM
-0,19
6
13.518
BRIM
0
2
6.348
SIMINN
0
6
90.798
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.