Tónlist

Föstudagsplaylisti gugusar

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
gugusar hitaði upp fyrir Hatara á útgáfutónleikum þeirra fyrir skömmu.
gugusar hitaði upp fyrir Hatara á útgáfutónleikum þeirra fyrir skömmu. aðsend

Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir er 16 ára tónlistarkona sem kemur fram undir nafninu gugusar.

Á hlaupársdaginn 29. febrúar kom fyrsta plata hennar út, Listen To This Twice, en Guðlaug safnaði fyrir útgáfu hennar gegnum karolinafund. Vínylútgáfa er væntanleg og stefnt er á útgáfutónleika í maí.

Hún kom í fyrsta sinn fram á Músíktilraunum í fyrra og komst þar í úrslit, auk þess sem að vera verðlaunuð sem rafheili Músíktilrauna.

Í kjölfarið hefur hún vakið verðskuldaða athygli og komið fram víðs vegar, þ.á.m. á menningarnæturtónleikum með Hermigervli og FM Belfast, og svo á útgáfutónleikum Hatara nú fyrir skömmu.

„Þessi playlisti er eins og sýnishorn af uppáhalds lögunum mínum akkúrat núna. Lög sem ég gæti varla lifað án,“ segir Guðlaug um lagalistann.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.