Elliðaárdalur og ýmsir reitir Kristján Hreinsson skrifar 18. febrúar 2020 12:30 Ég hef verið mikið á ferðinni undanfarið víða um borgina að safna undirskriftum vegna skipulags við Stekkjarbakka Þ73 í Elliðaárdalnum. Það kemur mér á óvart hversu mikil óánægja er kraumandi undir niðri. Það eru ýmsir skipulagsreitir sem fólk er mjög pirrað yfir. Margir hafa nefnt við mig ýmsa hluti í miðbænum eins og að snúa Laugaveginum við, og að breyta bænum úr gömlum huggulegum húsum í stór, ljót og ópersónuleg hús. Þetta sé að verða eins og í stórborgum erlendis þar sem allt er nýtt og stórt. Þá eru einnig samtök sem ég vissi ekki af fyrr en í þessari viku Vinir Saltfiskmóans sem hafa gagnrýnt deiliskipulag við Sjómannaskólann. Ég man reyndar eftir í vetur þegar einhverjir krakkar komu í sjónvarpið og voru að biðjast vægðar fyrir skíðabrekkuna sína þar. Vinir Saltfiskmóans segja borgina hafa beitt blekkingum í málinu og hún reyni að slá sig til riddara fyrir að hafa tekið tillit til athugasemda íbúa, þegar sú hafi ekki verið raunin. Það virðist eitthvað svipað vera að gerast með Elliðaárdalinn. Nú stendur yfir undirskriftasöfnun um deiliskipulag við Stekkjarbakka, svæði sem er rúmlega 17 ha. svipað og tvö Klambratún að stærð. Skipulag sem er búið að keyra í gegn án þess að hlusta á nokkrar athugasemdir borgara, Síðan kemur Dagur borgarstjóri og segist vera að vinna að friðun dalsins. Lesa má um það í grein “Endurskoðun deiliskipulags Elliðaárdals” og fylgiskjölum á vef Reykjavíkur frá 16. janúar 2020. Á svipuðum tíma og verið var að undirbúa undirskriftasöfnun. Í einu fylgiskjalinu kemur meira að segja fram eftirfarandi kafli um Samráð: Í einu fylgiskjalinu kemur meira að segja fram eftirfarandi kafli um Samráð. Ég veit ekki til þess að þessi skýrsla hafi verið unnin í samráði við Hollvinasamtökin. Við áttum gott samstarf við borgina fyrir nokkrum árum og kom þá út skýrsla um Sjálfbæran Elliðaárdal. Þeirri skýrslu virðist hafa verið stungið undir stól. Ég vil hvetja alla sem eru að berjast fyrir einhverjum reitum í sínu nágrenni að taka þátt í þessari undirskriftasöfnun og sýna borgaryfirvöldum að borgurum er ekki sama. Höfundur er í stjórn Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Ég hef verið mikið á ferðinni undanfarið víða um borgina að safna undirskriftum vegna skipulags við Stekkjarbakka Þ73 í Elliðaárdalnum. Það kemur mér á óvart hversu mikil óánægja er kraumandi undir niðri. Það eru ýmsir skipulagsreitir sem fólk er mjög pirrað yfir. Margir hafa nefnt við mig ýmsa hluti í miðbænum eins og að snúa Laugaveginum við, og að breyta bænum úr gömlum huggulegum húsum í stór, ljót og ópersónuleg hús. Þetta sé að verða eins og í stórborgum erlendis þar sem allt er nýtt og stórt. Þá eru einnig samtök sem ég vissi ekki af fyrr en í þessari viku Vinir Saltfiskmóans sem hafa gagnrýnt deiliskipulag við Sjómannaskólann. Ég man reyndar eftir í vetur þegar einhverjir krakkar komu í sjónvarpið og voru að biðjast vægðar fyrir skíðabrekkuna sína þar. Vinir Saltfiskmóans segja borgina hafa beitt blekkingum í málinu og hún reyni að slá sig til riddara fyrir að hafa tekið tillit til athugasemda íbúa, þegar sú hafi ekki verið raunin. Það virðist eitthvað svipað vera að gerast með Elliðaárdalinn. Nú stendur yfir undirskriftasöfnun um deiliskipulag við Stekkjarbakka, svæði sem er rúmlega 17 ha. svipað og tvö Klambratún að stærð. Skipulag sem er búið að keyra í gegn án þess að hlusta á nokkrar athugasemdir borgara, Síðan kemur Dagur borgarstjóri og segist vera að vinna að friðun dalsins. Lesa má um það í grein “Endurskoðun deiliskipulags Elliðaárdals” og fylgiskjölum á vef Reykjavíkur frá 16. janúar 2020. Á svipuðum tíma og verið var að undirbúa undirskriftasöfnun. Í einu fylgiskjalinu kemur meira að segja fram eftirfarandi kafli um Samráð: Í einu fylgiskjalinu kemur meira að segja fram eftirfarandi kafli um Samráð. Ég veit ekki til þess að þessi skýrsla hafi verið unnin í samráði við Hollvinasamtökin. Við áttum gott samstarf við borgina fyrir nokkrum árum og kom þá út skýrsla um Sjálfbæran Elliðaárdal. Þeirri skýrslu virðist hafa verið stungið undir stól. Ég vil hvetja alla sem eru að berjast fyrir einhverjum reitum í sínu nágrenni að taka þátt í þessari undirskriftasöfnun og sýna borgaryfirvöldum að borgurum er ekki sama. Höfundur er í stjórn Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar