Elliðaárdalur og ýmsir reitir Kristján Hreinsson skrifar 18. febrúar 2020 12:30 Ég hef verið mikið á ferðinni undanfarið víða um borgina að safna undirskriftum vegna skipulags við Stekkjarbakka Þ73 í Elliðaárdalnum. Það kemur mér á óvart hversu mikil óánægja er kraumandi undir niðri. Það eru ýmsir skipulagsreitir sem fólk er mjög pirrað yfir. Margir hafa nefnt við mig ýmsa hluti í miðbænum eins og að snúa Laugaveginum við, og að breyta bænum úr gömlum huggulegum húsum í stór, ljót og ópersónuleg hús. Þetta sé að verða eins og í stórborgum erlendis þar sem allt er nýtt og stórt. Þá eru einnig samtök sem ég vissi ekki af fyrr en í þessari viku Vinir Saltfiskmóans sem hafa gagnrýnt deiliskipulag við Sjómannaskólann. Ég man reyndar eftir í vetur þegar einhverjir krakkar komu í sjónvarpið og voru að biðjast vægðar fyrir skíðabrekkuna sína þar. Vinir Saltfiskmóans segja borgina hafa beitt blekkingum í málinu og hún reyni að slá sig til riddara fyrir að hafa tekið tillit til athugasemda íbúa, þegar sú hafi ekki verið raunin. Það virðist eitthvað svipað vera að gerast með Elliðaárdalinn. Nú stendur yfir undirskriftasöfnun um deiliskipulag við Stekkjarbakka, svæði sem er rúmlega 17 ha. svipað og tvö Klambratún að stærð. Skipulag sem er búið að keyra í gegn án þess að hlusta á nokkrar athugasemdir borgara, Síðan kemur Dagur borgarstjóri og segist vera að vinna að friðun dalsins. Lesa má um það í grein “Endurskoðun deiliskipulags Elliðaárdals” og fylgiskjölum á vef Reykjavíkur frá 16. janúar 2020. Á svipuðum tíma og verið var að undirbúa undirskriftasöfnun. Í einu fylgiskjalinu kemur meira að segja fram eftirfarandi kafli um Samráð: Í einu fylgiskjalinu kemur meira að segja fram eftirfarandi kafli um Samráð. Ég veit ekki til þess að þessi skýrsla hafi verið unnin í samráði við Hollvinasamtökin. Við áttum gott samstarf við borgina fyrir nokkrum árum og kom þá út skýrsla um Sjálfbæran Elliðaárdal. Þeirri skýrslu virðist hafa verið stungið undir stól. Ég vil hvetja alla sem eru að berjast fyrir einhverjum reitum í sínu nágrenni að taka þátt í þessari undirskriftasöfnun og sýna borgaryfirvöldum að borgurum er ekki sama. Höfundur er í stjórn Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ég hef verið mikið á ferðinni undanfarið víða um borgina að safna undirskriftum vegna skipulags við Stekkjarbakka Þ73 í Elliðaárdalnum. Það kemur mér á óvart hversu mikil óánægja er kraumandi undir niðri. Það eru ýmsir skipulagsreitir sem fólk er mjög pirrað yfir. Margir hafa nefnt við mig ýmsa hluti í miðbænum eins og að snúa Laugaveginum við, og að breyta bænum úr gömlum huggulegum húsum í stór, ljót og ópersónuleg hús. Þetta sé að verða eins og í stórborgum erlendis þar sem allt er nýtt og stórt. Þá eru einnig samtök sem ég vissi ekki af fyrr en í þessari viku Vinir Saltfiskmóans sem hafa gagnrýnt deiliskipulag við Sjómannaskólann. Ég man reyndar eftir í vetur þegar einhverjir krakkar komu í sjónvarpið og voru að biðjast vægðar fyrir skíðabrekkuna sína þar. Vinir Saltfiskmóans segja borgina hafa beitt blekkingum í málinu og hún reyni að slá sig til riddara fyrir að hafa tekið tillit til athugasemda íbúa, þegar sú hafi ekki verið raunin. Það virðist eitthvað svipað vera að gerast með Elliðaárdalinn. Nú stendur yfir undirskriftasöfnun um deiliskipulag við Stekkjarbakka, svæði sem er rúmlega 17 ha. svipað og tvö Klambratún að stærð. Skipulag sem er búið að keyra í gegn án þess að hlusta á nokkrar athugasemdir borgara, Síðan kemur Dagur borgarstjóri og segist vera að vinna að friðun dalsins. Lesa má um það í grein “Endurskoðun deiliskipulags Elliðaárdals” og fylgiskjölum á vef Reykjavíkur frá 16. janúar 2020. Á svipuðum tíma og verið var að undirbúa undirskriftasöfnun. Í einu fylgiskjalinu kemur meira að segja fram eftirfarandi kafli um Samráð: Í einu fylgiskjalinu kemur meira að segja fram eftirfarandi kafli um Samráð. Ég veit ekki til þess að þessi skýrsla hafi verið unnin í samráði við Hollvinasamtökin. Við áttum gott samstarf við borgina fyrir nokkrum árum og kom þá út skýrsla um Sjálfbæran Elliðaárdal. Þeirri skýrslu virðist hafa verið stungið undir stól. Ég vil hvetja alla sem eru að berjast fyrir einhverjum reitum í sínu nágrenni að taka þátt í þessari undirskriftasöfnun og sýna borgaryfirvöldum að borgurum er ekki sama. Höfundur er í stjórn Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun