Viðskipti innlent

Æðar­dúns­söfnun á Ís­landi til um­fjöllunar hjá Business Insi­der

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Erla Friðriksdóttir safnar æðardúni á eyjum í Breiðafirði.
Erla Friðriksdóttir safnar æðardúni á eyjum í Breiðafirði. Skjáskot/YouTube

Æðardúnssöfnun á Íslandi er til umfjöllunar í nýjasta þætti Business Insider sem birtu er á YouTube. Þar er fylgst með söfnun, hreinsun og framleiðslu æðardúns hjá fyrirtækinu King Eider sem staðsett er í Stykkishólmi.

„Alvöru æðardúnn er eitt hlýjasta náttúrulega efni sem hægt er að finna í heiminum, en hann er ekki ódýr, tvöföld æðardúnsæng gæti kostað allt að 8.000 Bandaríkjadali,“ segir í inngangi þáttarins. Aðeins fjögur tonn af æðardúni safnast ár hvert á heimsvísu.

Rætt er við Erlu Friðriksdóttur, framkvæmdastjóra King Eider, í þættinum. „Æðardúnninn er náttúruleg afurð og þegar æðarfuglinn yfirgefur hreiðrið yfirgefur hún dúninn og ef við myndum ekki safna dúninum myndi hann bara fjúka burt og vera gagnslaus,“ segir Erla.

Henni er fylgt þar sem hún safnar æðardúni og sýnir hún hvernig tínslan fer fram.

„Það eru 240 eyjar á Breiðafirði og á 150 eyjum halda æðarfuglarnir til. Við þurfum að fara á milli allra eyjanna á smábátum. Hreiðrin eru ekki rosalega þétt saman og við þurfum að ganga í kring um allar eyjarnar til að finna hreiðrin. Það getur verið mjög erfitt að finna þau, þau eru stundum falin milli steina eða hávaxins gróðurs, og við þurfum að leita vel til að finna öll hreiðrin,“ segir Erla.

Dúnninn er svo þveginn í vélum og handþveginn og segir Erla að það geti tekið allt að fjórar til fimm klukkustundir fyrir vanann mann að hreinsa hvert kíló af dúni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×