Arion banki tekur á sig átta milljarða högg Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2020 22:00 Afkoma Arion var undir væntingum og er það rakið til niðurfærslna á félögum sem bankinn reynir að selja. Vísir/Vilhelm Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 mun nema um 8 milljörðum króna, að teknu tilliti til skatta. Þetta kemur fram í afkomuviðvörðun sem Arion banki sendi til Kauphallar í kvöld. Þar kemur fram að þessi neikvæðu áhrif skýrist einkum af tveimur þáttum. Annars vegar hafi niðurstöður virðisrýrnunarprófs á óefnislegum eignum Valitor, dótturfélags Arion banka, falið í sér að færa þurfi óefnislega eign Valitor niður um fjóra milljarða. Þar sem um óefnislegar eignir er að ræða hefur þessi niðurfærsla engin áhrif á eiginfjárhlutföll Arion banka, að því er segir í tilkynninguni. Þar kemur einnig fram að þessi upphæð sé til viðbótar rekstartapi Valitor á fjórðungnum og kostnað við söluferli félagsins, samtals 1,7 milljarð króna, en þar inni er kostnaður við endurskipulagninu Valitor. Óvissa á sílikonmörkuðum Hins vegar hefur Arion banki niðurfært eignir Stakksbergs, eignarhaldsfélag um sílikonverksmiðju í Helguvík. Nema áhrifin á afkomu fjórða ársfjórðungs um 2,3 milljörðum króna að teknu tilliti til skatta. Niðurfærslan hefur óveruleg áhrif á eiginfjárhlutföll bankans, að því er segir í tilkynningunni. Þar segir að vegna óvissu á mörkuðum með sílikon hafa nokkrir framleiðendur dregið úr framleiðslu eða lokað verksmiðjum. Því er til staðar ónýtt framleiðslugeta sem leiða má líkur að hafi neikvæð áhrif á söluferli sílikonverksmiðjunnar í Helguvík. Í tilkynningunni segir einnig að ahrif á eignfjárhlutföll bankans séu óveruleg og áfram mjög sterk. Afkoma Arion banka á árinu 2019 að teknu tilliti til áhrifa af aflagðri starfsemi og eigna til sölu er um 1 milljarður króna en í tilkynningunni segir að fjárhagsleg markmið bankans til næstu ára, m.a. um arðsemi og þróun eigin fjár, haldist óbreytt. Undir aflagða starfsemi og eignir til sölu falla eignir og félög sem bankinn hyggst selja á næstu misserum og flokkast í rekstrarreikningi neðan við hagnað af áframhaldandi starfsemi.Tilkynningu Arion banka má lesa hér. Íslenskir bankar Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 mun nema um 8 milljörðum króna, að teknu tilliti til skatta. Þetta kemur fram í afkomuviðvörðun sem Arion banki sendi til Kauphallar í kvöld. Þar kemur fram að þessi neikvæðu áhrif skýrist einkum af tveimur þáttum. Annars vegar hafi niðurstöður virðisrýrnunarprófs á óefnislegum eignum Valitor, dótturfélags Arion banka, falið í sér að færa þurfi óefnislega eign Valitor niður um fjóra milljarða. Þar sem um óefnislegar eignir er að ræða hefur þessi niðurfærsla engin áhrif á eiginfjárhlutföll Arion banka, að því er segir í tilkynninguni. Þar kemur einnig fram að þessi upphæð sé til viðbótar rekstartapi Valitor á fjórðungnum og kostnað við söluferli félagsins, samtals 1,7 milljarð króna, en þar inni er kostnaður við endurskipulagninu Valitor. Óvissa á sílikonmörkuðum Hins vegar hefur Arion banki niðurfært eignir Stakksbergs, eignarhaldsfélag um sílikonverksmiðju í Helguvík. Nema áhrifin á afkomu fjórða ársfjórðungs um 2,3 milljörðum króna að teknu tilliti til skatta. Niðurfærslan hefur óveruleg áhrif á eiginfjárhlutföll bankans, að því er segir í tilkynningunni. Þar segir að vegna óvissu á mörkuðum með sílikon hafa nokkrir framleiðendur dregið úr framleiðslu eða lokað verksmiðjum. Því er til staðar ónýtt framleiðslugeta sem leiða má líkur að hafi neikvæð áhrif á söluferli sílikonverksmiðjunnar í Helguvík. Í tilkynningunni segir einnig að ahrif á eignfjárhlutföll bankans séu óveruleg og áfram mjög sterk. Afkoma Arion banka á árinu 2019 að teknu tilliti til áhrifa af aflagðri starfsemi og eigna til sölu er um 1 milljarður króna en í tilkynningunni segir að fjárhagsleg markmið bankans til næstu ára, m.a. um arðsemi og þróun eigin fjár, haldist óbreytt. Undir aflagða starfsemi og eignir til sölu falla eignir og félög sem bankinn hyggst selja á næstu misserum og flokkast í rekstrarreikningi neðan við hagnað af áframhaldandi starfsemi.Tilkynningu Arion banka má lesa hér.
Íslenskir bankar Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira