Jákvæð umsögn um vottunarferli MAX-vélanna hefur ekki áhrif á Icelandair Birgir Olgeirsson skrifar 25. janúar 2020 22:00 Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair. Vísir/Baldur Ánægja bandarískra flugmálayfirvalda með góðan gang í vottunarferli Max-vélanna hefur engin áhrif á áætlanir Icelandair. Forstjórinn býst við þotunum í lok september en fáist grænt ljós fyrr verða þær teknar í notkun. Bandarísk flugmálayfirvöld greindu frá því í gær að flugfélög gætu mögulega tekið Boeing 737 Max-þotur sínar aftur í notkun fyrr en Boeing hafi áætlað. Fregnirnar koma einungis þremur dögum eftir að Boeing varaði flugfélög við því að þau ættu ekki að reikna með því að geta tekið þoturnar aftur inn í flugflota sinn fyrir mitt ár 2020. „Það sem kom fram frá flugmálayfirvöldum í Bandaríkjunum er í rauninni það að ferlið hefur gengið ágætlega síðustu daga og vikur. Tímalínan sem Boeing gaf út í vikunni er versta sviðsmyndin, þannig að hugsanlega gerist þetta fyrr. Ef það gerist fyrr þá munum við taka vélarnar í notkun við það tímamark. Þetta er ekki að breyta okkar tímaplönum í dag,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Forstjóri bandarísku flugmálastofnunarinnar sagði frá því gær að stofnunin hafi ekki sett sér nein tímamörk varðandi vottunarferli Max-vélanna. Stofnunin væri þó ánægð með góðan gang þeirrar vinnu síðustu vikur. Greint var frá því síðasta miðvikudag að forsvarsmenn Icelandair geri ekki ráð fyrir því að geta notað Boeing 737 Max-vélar félagsins næsta sumar í ljósi áðurnefndra fregna frá Boeing. Þarf félagið því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum lengur í rekstri en áætlað var. Meðal aldur þeirra er 24 ár. Bogi segir þær hins vegar traustar og góðar. „Við erum með 757 vélarnar og 767 vélarnar sem eru frábærar vélar og hafa reynst félaginu mjög vel. Viðhald véla er með þeim hætti að mjög reglulega er skipt um mjög mikið af búnaði í vélunum. Þannig að það er mjög margt í þessum vélum sem er tiltölulega nýtt. Vélarnar eru algjörlega í stakk búnar til að fljúga í sumar og miklu lengur ef þörf krefur. Þetta eru frábærar vélar.“ Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Ánægja bandarískra flugmálayfirvalda með góðan gang í vottunarferli Max-vélanna hefur engin áhrif á áætlanir Icelandair. Forstjórinn býst við þotunum í lok september en fáist grænt ljós fyrr verða þær teknar í notkun. Bandarísk flugmálayfirvöld greindu frá því í gær að flugfélög gætu mögulega tekið Boeing 737 Max-þotur sínar aftur í notkun fyrr en Boeing hafi áætlað. Fregnirnar koma einungis þremur dögum eftir að Boeing varaði flugfélög við því að þau ættu ekki að reikna með því að geta tekið þoturnar aftur inn í flugflota sinn fyrir mitt ár 2020. „Það sem kom fram frá flugmálayfirvöldum í Bandaríkjunum er í rauninni það að ferlið hefur gengið ágætlega síðustu daga og vikur. Tímalínan sem Boeing gaf út í vikunni er versta sviðsmyndin, þannig að hugsanlega gerist þetta fyrr. Ef það gerist fyrr þá munum við taka vélarnar í notkun við það tímamark. Þetta er ekki að breyta okkar tímaplönum í dag,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Forstjóri bandarísku flugmálastofnunarinnar sagði frá því gær að stofnunin hafi ekki sett sér nein tímamörk varðandi vottunarferli Max-vélanna. Stofnunin væri þó ánægð með góðan gang þeirrar vinnu síðustu vikur. Greint var frá því síðasta miðvikudag að forsvarsmenn Icelandair geri ekki ráð fyrir því að geta notað Boeing 737 Max-vélar félagsins næsta sumar í ljósi áðurnefndra fregna frá Boeing. Þarf félagið því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum lengur í rekstri en áætlað var. Meðal aldur þeirra er 24 ár. Bogi segir þær hins vegar traustar og góðar. „Við erum með 757 vélarnar og 767 vélarnar sem eru frábærar vélar og hafa reynst félaginu mjög vel. Viðhald véla er með þeim hætti að mjög reglulega er skipt um mjög mikið af búnaði í vélunum. Þannig að það er mjög margt í þessum vélum sem er tiltölulega nýtt. Vélarnar eru algjörlega í stakk búnar til að fljúga í sumar og miklu lengur ef þörf krefur. Þetta eru frábærar vélar.“
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira