Hefur ekki áhyggjur af 35 prósenta samdrætti í bílasölu Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. janúar 2020 13:30 Jón Trausti Ólafsson framkvæmdastjóri bílaumboðsins Öskju og formaður Bílgreinasambandsins. Vísir/fréttir Stöðvar 2 Samdráttur í bílasölu nýliðins árs var rétt tæp 35 prósent miðað við árið á undan. Samdrátturinn var þannig töluvert meiri en síðustu ár. Formaður Bílgreinasambands Íslands segir sölu ársins 2019 hafa verið talsvert undir væntingum en kveðst þó ekki hafa áhyggjur af stöðunni. Alls seldust ellefu þúsund sjö hundruð tuttugu og átta fólksbílar á nýliðnu ári 2019, samanborið við rétt tæpa átján þúsund bíla árið 2018. Samdrátturinn á milli ára er því, eins og áður sagði, 34,8 prósent, að því er fram kemur í tilkynningu frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju og formaður Bílgreinasambands Íslands, segir þessar tölur í sjálfu sér ekki áhyggjuefni, sérstaklega þegar litið er til þess að sala nýrra bíla í nýliðnum desember jókst um 22 prósent miðað við desember 2018. Þá verði að líta á tölurnar í samhengi við söluna síðustu ár. „Það verður kannski að hafa í huga að árin 2017 og 18 voru stærstu bílasöluár Íslandssögunnar frá upphafi, 2019 er fimmta stærsta árið á síðustu 12 árum þannig að þetta var ágætis ár en samt talsvert undir því sem við vonuðumst til. Þannig að við horfum bara björtum augum til næstu ára.“ Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifrieðaeigenda.Vísir/Baldur Þá bendir Jón Trausti á að hlutfall vistvænna bíla, til dæmis rafmagns- og tvinnbíla, af seldum bílum sé sífellt að aukast. Hlutfall slíkra bíla af nýjum, seldum bílum árið 2019 var um þrjátíu prósent. Ívilnanir ríkisstjórnarinnar vegna vistvænna ökutækja hafi einnig sitt að segja. „Þeir framlengdu stuðninginn bæði við hreina rafbíla og tengitvinnbíla, það er mjög mikilvægt því að án þessa stuðnings myndi það hægja mjög á þessari vegferð. En það er búið að framlengja því og ég held að það muni jafnvel ýta við bílasölu á þessu og næsta ári.“En hvað veldur þessum samdrætti í bílasölu?Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, telur tölurnar endurspegla almennan samdrátt í efnahagslífinu. „Svo erum við auðvitað líka að sjá þess merki að það var ákveðinn samdráttur í ferðaþjónustu og inni í þessum tölum yfir selda fólksbíla er til að mynda sala á bílaleigubílum. Og bílaleigurnar keyptu minna af bílum á þessu ári en árið þar á undan.“ Bílar Efnahagsmál Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugarvegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugarvegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira
Samdráttur í bílasölu nýliðins árs var rétt tæp 35 prósent miðað við árið á undan. Samdrátturinn var þannig töluvert meiri en síðustu ár. Formaður Bílgreinasambands Íslands segir sölu ársins 2019 hafa verið talsvert undir væntingum en kveðst þó ekki hafa áhyggjur af stöðunni. Alls seldust ellefu þúsund sjö hundruð tuttugu og átta fólksbílar á nýliðnu ári 2019, samanborið við rétt tæpa átján þúsund bíla árið 2018. Samdrátturinn á milli ára er því, eins og áður sagði, 34,8 prósent, að því er fram kemur í tilkynningu frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju og formaður Bílgreinasambands Íslands, segir þessar tölur í sjálfu sér ekki áhyggjuefni, sérstaklega þegar litið er til þess að sala nýrra bíla í nýliðnum desember jókst um 22 prósent miðað við desember 2018. Þá verði að líta á tölurnar í samhengi við söluna síðustu ár. „Það verður kannski að hafa í huga að árin 2017 og 18 voru stærstu bílasöluár Íslandssögunnar frá upphafi, 2019 er fimmta stærsta árið á síðustu 12 árum þannig að þetta var ágætis ár en samt talsvert undir því sem við vonuðumst til. Þannig að við horfum bara björtum augum til næstu ára.“ Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifrieðaeigenda.Vísir/Baldur Þá bendir Jón Trausti á að hlutfall vistvænna bíla, til dæmis rafmagns- og tvinnbíla, af seldum bílum sé sífellt að aukast. Hlutfall slíkra bíla af nýjum, seldum bílum árið 2019 var um þrjátíu prósent. Ívilnanir ríkisstjórnarinnar vegna vistvænna ökutækja hafi einnig sitt að segja. „Þeir framlengdu stuðninginn bæði við hreina rafbíla og tengitvinnbíla, það er mjög mikilvægt því að án þessa stuðnings myndi það hægja mjög á þessari vegferð. En það er búið að framlengja því og ég held að það muni jafnvel ýta við bílasölu á þessu og næsta ári.“En hvað veldur þessum samdrætti í bílasölu?Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, telur tölurnar endurspegla almennan samdrátt í efnahagslífinu. „Svo erum við auðvitað líka að sjá þess merki að það var ákveðinn samdráttur í ferðaþjónustu og inni í þessum tölum yfir selda fólksbíla er til að mynda sala á bílaleigubílum. Og bílaleigurnar keyptu minna af bílum á þessu ári en árið þar á undan.“
Bílar Efnahagsmál Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugarvegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugarvegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira