Körfubolti

Stór­leikur Hard­en dugði ekki - Svona lítur úr­slita­keppnin út

Anton Ingi Leifsson skrifar
Harden og Westbrook fagna.
Harden og Westbrook fagna.

Fjórir leikur fóru fram í NBA-körfuboltanum í nótt og þar stóð James Harden upp úr í liði Houston.

Harden gerði 45 stig og tók sautján fráköst er Houston tapaði gegn Indiana, 108-104, en leikurinn var afar jafn og spenanndi allan leikinn.

Toronto hafði betur gegn Philadelhpai, Oklahoma marði Miami með frábærum fjórða leikhluta og Clippers vann þrettán stiga sigur á Denver.

Nú er nánast ljóst hvernig úrslitakeppnin lítur út en eina spurningarmerkið er hverjum toppliðið í vesturdeildinni, LA Lakers, mæta.

Þar eru enn nokkur lið í baráttunni en allar líkur eru á að það verði Portland Blazers sem hafa verð á hvínandi siglingu að undanförnu.

Úrslitakeppnin hefst aðra nótt en úrslitin í leikjum næturinnar má sjá hér að neðan.

Öll úrslit:

Indiana - Houston 108-104

Toronto - Philadelphia 125-121

Miami - Oklahoma 115-116

LA Clippers - Denver 124-111

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.