Körfubolti

Stór­leikur Hard­en dugði ekki - Svona lítur úr­slita­keppnin út

Anton Ingi Leifsson skrifar
Harden og Westbrook fagna.
Harden og Westbrook fagna.

Fjórir leikur fóru fram í NBA-körfuboltanum í nótt og þar stóð James Harden upp úr í liði Houston.

Harden gerði 45 stig og tók sautján fráköst er Houston tapaði gegn Indiana, 108-104, en leikurinn var afar jafn og spenanndi allan leikinn.

Toronto hafði betur gegn Philadelhpai, Oklahoma marði Miami með frábærum fjórða leikhluta og Clippers vann þrettán stiga sigur á Denver.

Nú er nánast ljóst hvernig úrslitakeppnin lítur út en eina spurningarmerkið er hverjum toppliðið í vesturdeildinni, LA Lakers, mæta.

Þar eru enn nokkur lið í baráttunni en allar líkur eru á að það verði Portland Blazers sem hafa verð á hvínandi siglingu að undanförnu.

Úrslitakeppnin hefst aðra nótt en úrslitin í leikjum næturinnar má sjá hér að neðan.

Öll úrslit:

Indiana - Houston 108-104

Toronto - Philadelphia 125-121

Miami - Oklahoma 115-116

LA Clippers - Denver 124-111

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×