Atvinnulíf

Þitt eigið flugsæta-áklæði

Rakel Sveinsdóttir skrifar
28510448
NiceSeats

Síðustu misseri hefur mest verið um það rætt í fréttum að rekstur flugfélaga um allan heim gangi illa og að ferðaþjónustan víðast hvar eigi í vök að verjast. Nýsköpun í flugi og ferðaþjónustu er þó einnig til staðar og sem dæmi um eina nýjung má nefna flugsæta-áklæðið NiceSeats. Þau eru nýjung í Bandaríkjunum og koma í nokkrum litum og gerðum. Fyrst og fremst er þeim ætlað að koma í veg fyrir að fólk snerti mikið fleti sem eru líklegir til að vera óhreinir eða snertir af mörgum. Þar er sérstaklega nefnd svæði eins og höfuðpúði flugsæta eða sætisvasinn aftan á baki flugsæta.

Flugsæta-áklæðin eru klædd yfir sætin sjálf og með sumum áklæðunum fylgir með lítill  geymsluvasi sem ætlað er að nota í stað sætisvasana á baki flugsætanna. Hvoru tveggja má síðan skella í þvottavél eftir notkun. Verð áklæða er frá 58-68 dollara í bandarískum verslunum og fer verð að mestu eftir tegund og lit. Áklæðin má meðal annars panta hjá Amazon.

Hugmyndasmiður áklæðanna er Angela Aaron búningahönnuður. Hún segir að enn sem komið er sé framleiðslan aðeins hafin á áklæðum fyrir flugsæti en nú þegar eru hugmyndir uppi um að bæta við áklæðum fyrir til dæmis sæti í kvikmyndahúsum og leikhúsum.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.