Körfubolti

Houston hafði betur gegn Giannis og félögum | Celtics með sigur

Ísak Hallmundarson skrifar
Milwaukee og Houston mættust í gær.
Milwaukee og Houston mættust í gær. getty/Mike Ehrmann

Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. 

Houston Rockets sigraði Milwaukee Bucks með fjögurra stiga mun, 120-116. Giannis Antetokounmpo átti stórleik fyrir Bucks þrátt fyrir tapið og var hann með 36 stig, 18 fráköst og 8 stoðsendingar. Russel Westbrook skoraði 31 stig fyrir Houston og gaf 8 stoðsendingar á meðan James Harden skoraði 24 stig. 

Boston Celtics unnu fjögurra stiga sigur á Portland Trailblazers. Jayson Tatum var stigahæstur fyrir Boston með 34 stig á meðan Jaylen Brown var með 30. Damian Lillard var magnaður hjá Portland með 30 stig og 16 stoðsendingar.

San Antonio Spurs sigraði Memphis Grizzlies, Phoenix Suns vann Dallas Mavericks og Brooklyn Nets hafði betur gegn Washington Wizards.

Öll úrslit næturinnar:

Dallas Mavericks 115-117 Phoenix Suns

Washington Wizards 110-118 Brooklyn Nets

Portland Trail Blazers 124-128 Boston Celtics

San Antonio Spurs 108-106 Memphis Grizzlies

Milwaukee Bucks 116-120 Houston Rockets

Sacramento Kings 116-132 Orlando Magic

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.