Fréttafíkill sem hjólar, syndir eða æfir á kvöldin og elskar Hornstrandir Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. júlí 2020 10:00 Sigríður Hallgrímsdóttir verkefnastjóri hjá Alva. Vísir/Ragnheiður Sólilja Tindsdóttir Sigríður Hallgrímsdóttir, eða Sirrý eins og hún er að jafnaði kölluð, er verkefnastjóri hjá Alva sem veltir því fyrir sér á hverjum morgni hvort hún væri hamingjusamari ef hún kæmi sér af stað í ræktina klukkan sjö. Þess í stað snúsar hún í hálftíma og æfir á kvöldin. Hún styðst við To do lista í skipulagi og þrífst best í nýsköpunarumhverfi. Þessa dagana vinnur hún að áræðanleikakönnun en segir mörg verkefni í gangi hjá fyrirtækinu. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna um sjö og snúsa til hálf átta. Ég er alltaf að vonast eftir því að einn daginn vakni ég sem týpan sem fer í ræktina, fer svo heim að laga til og svo búin að öllu áður en hún mætir í vinnuna. Það hefur aldrei gerst. Ég er týpan sem vakna klukkan sjö og snúsa í hálftíma á meðan ég hugsa hvort ég yrði nokkuð hamingjusamari ef ég væri hin týpan.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Þegar ég svo stíg fram úr rúminu þá halda mér engin bönd. Ég er fréttafíkill þannig að ég byrja á því að kveikja á öllum miðlum, henda hafragrautnum í pott og undirbúa töfradrykkinn, drykkur sem ég hannaði sjálf og inniheldur alla heimsins orkugjafa. Ég er að taka Landvættina þetta árið og er í mjög ströngu æfingarprógrammi. Morgunmaturinn er því afar mikilvægur.“ Gætir þú nefnt einhvern einn stað sem þér finnst fallegasti staðurinn á Íslandi? „Ég held að Hornstrandirnar séu fallegasti staðurinn. Ég tilheyri gönguhóp sem heitir því frumlega nafni „Gönguhópurinn“ og við höfum gengið þarna um árlega frá 2007, skoðað hvert strá, velt við hverjum steini og rölt upp allar hæðir. Það eru eiginlega ekki til orð til að lýsa náttúrunni og fegurðinni. Refir vappandi um og fuglalífið með eindæmum fjölbreytt. Svo ekki sé nú talað um útsýnið og fegurðina þegar maður stendur upp á til dæmis Hornbjargi eða Straumnesfjalli. Þetta er bara ólýsanlegt.“ Sirrý segist þrífast best í nýsköpunarumhverfi.Vísir/Ragnheiður Sólilja Tindsdóttir Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Það hentar mér mjög vel að vinna í nýsköpunarumhverfi. Verkefnin eru fjölbreytt og skemmtileg. Ég hef oftast kosið að vinna hjá fyrirtækjum sem eru að ryðja nýja braut og jafnvel brjóta upp það gamla. Það eru þesskonar fyrirtæki sem skapa áhugaverð, ný og verðmæt störf. Ég er í dag að vinna að áreiðanleikakönnun ásamt ýmsum öðrum spennandi verkefnum. Það er allt að gerast hjá okkur þessa dagana.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Það er ekki flókið að segja frá, ég nota to-do lista. Ég set upp to-do lista yfir daginn og reyni að fylgja honum eftir. Til þessa nýti ég mér að sjálfsögðu nýjustu tækni og vísindi. Þegar ég er með mörg verkefni í gangi í einu þá úthluta ég ákveðna daga fyrir ákveðin verkefni. En auðvitað þarf maður að vera sveigjanlegur. Mikilvægast er að koma málum áfram og klára þau.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Það er frekar misjafnt. Líklega oftast milli ellefu og eitt. Ég hjóla, syndi eða æfi oft á kvöldin þannig að þegar ég kem heim er ég að springa úr orku, þá finnst mér gott að hlusta á hljóðbók eða slaka á yfir Netflix þætti áður en ég sofna.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Netflix er harður húsbóndi og allir í góðum gír hjá SÁÁ Nýr formaður SÁÁ segist ekki gera ráð fyrir fleiri leiðinlegum fréttum af samtökunum á næstunni. Einar Hermannsson er gestur kaffispjallsins að þessu sinni. 18. júlí 2020 10:00 Alltaf þrisvar í kalda pottinn og margt sem lærðist af kórónuveirunni Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og í þetta sinn er það Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs sem situr fyrir svörum. Sigrún skellir sér snemma í ræktina á morgnana og veigrar sér ekkert við að fara í kalda pottinn í sundlauginni. 11. júlí 2020 10:00 Hrikalega gamaldags í skipulagi og í fjarfundarhugleiðslu með Guðna Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og í þetta sinn situr Einar Bárðason fyrir svörum sem segir skipulagið sitt gamaldags og plokkið hina bestu núvitund. 4. júlí 2020 10:00 Einstein, Newton og íslenska smjörið ferskt á borðinu í mánuð Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og í þetta sinn er það Kolbrún Sigurðardóttir myndlistarmaður, hönnuður, kennari og framkvæmdastjóri sem situr fyrir svörum. 27. júní 2020 10:00 Mest lesið Segir að vel væri hægt að lækka vexti Viðskipti innlent Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Viðskipti innlent Forstjóri Dominos til N1 Viðskipti innlent Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Viðskipti innlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Sigríður Hallgrímsdóttir, eða Sirrý eins og hún er að jafnaði kölluð, er verkefnastjóri hjá Alva sem veltir því fyrir sér á hverjum morgni hvort hún væri hamingjusamari ef hún kæmi sér af stað í ræktina klukkan sjö. Þess í stað snúsar hún í hálftíma og æfir á kvöldin. Hún styðst við To do lista í skipulagi og þrífst best í nýsköpunarumhverfi. Þessa dagana vinnur hún að áræðanleikakönnun en segir mörg verkefni í gangi hjá fyrirtækinu. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna um sjö og snúsa til hálf átta. Ég er alltaf að vonast eftir því að einn daginn vakni ég sem týpan sem fer í ræktina, fer svo heim að laga til og svo búin að öllu áður en hún mætir í vinnuna. Það hefur aldrei gerst. Ég er týpan sem vakna klukkan sjö og snúsa í hálftíma á meðan ég hugsa hvort ég yrði nokkuð hamingjusamari ef ég væri hin týpan.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Þegar ég svo stíg fram úr rúminu þá halda mér engin bönd. Ég er fréttafíkill þannig að ég byrja á því að kveikja á öllum miðlum, henda hafragrautnum í pott og undirbúa töfradrykkinn, drykkur sem ég hannaði sjálf og inniheldur alla heimsins orkugjafa. Ég er að taka Landvættina þetta árið og er í mjög ströngu æfingarprógrammi. Morgunmaturinn er því afar mikilvægur.“ Gætir þú nefnt einhvern einn stað sem þér finnst fallegasti staðurinn á Íslandi? „Ég held að Hornstrandirnar séu fallegasti staðurinn. Ég tilheyri gönguhóp sem heitir því frumlega nafni „Gönguhópurinn“ og við höfum gengið þarna um árlega frá 2007, skoðað hvert strá, velt við hverjum steini og rölt upp allar hæðir. Það eru eiginlega ekki til orð til að lýsa náttúrunni og fegurðinni. Refir vappandi um og fuglalífið með eindæmum fjölbreytt. Svo ekki sé nú talað um útsýnið og fegurðina þegar maður stendur upp á til dæmis Hornbjargi eða Straumnesfjalli. Þetta er bara ólýsanlegt.“ Sirrý segist þrífast best í nýsköpunarumhverfi.Vísir/Ragnheiður Sólilja Tindsdóttir Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Það hentar mér mjög vel að vinna í nýsköpunarumhverfi. Verkefnin eru fjölbreytt og skemmtileg. Ég hef oftast kosið að vinna hjá fyrirtækjum sem eru að ryðja nýja braut og jafnvel brjóta upp það gamla. Það eru þesskonar fyrirtæki sem skapa áhugaverð, ný og verðmæt störf. Ég er í dag að vinna að áreiðanleikakönnun ásamt ýmsum öðrum spennandi verkefnum. Það er allt að gerast hjá okkur þessa dagana.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Það er ekki flókið að segja frá, ég nota to-do lista. Ég set upp to-do lista yfir daginn og reyni að fylgja honum eftir. Til þessa nýti ég mér að sjálfsögðu nýjustu tækni og vísindi. Þegar ég er með mörg verkefni í gangi í einu þá úthluta ég ákveðna daga fyrir ákveðin verkefni. En auðvitað þarf maður að vera sveigjanlegur. Mikilvægast er að koma málum áfram og klára þau.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Það er frekar misjafnt. Líklega oftast milli ellefu og eitt. Ég hjóla, syndi eða æfi oft á kvöldin þannig að þegar ég kem heim er ég að springa úr orku, þá finnst mér gott að hlusta á hljóðbók eða slaka á yfir Netflix þætti áður en ég sofna.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Netflix er harður húsbóndi og allir í góðum gír hjá SÁÁ Nýr formaður SÁÁ segist ekki gera ráð fyrir fleiri leiðinlegum fréttum af samtökunum á næstunni. Einar Hermannsson er gestur kaffispjallsins að þessu sinni. 18. júlí 2020 10:00 Alltaf þrisvar í kalda pottinn og margt sem lærðist af kórónuveirunni Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og í þetta sinn er það Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs sem situr fyrir svörum. Sigrún skellir sér snemma í ræktina á morgnana og veigrar sér ekkert við að fara í kalda pottinn í sundlauginni. 11. júlí 2020 10:00 Hrikalega gamaldags í skipulagi og í fjarfundarhugleiðslu með Guðna Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og í þetta sinn situr Einar Bárðason fyrir svörum sem segir skipulagið sitt gamaldags og plokkið hina bestu núvitund. 4. júlí 2020 10:00 Einstein, Newton og íslenska smjörið ferskt á borðinu í mánuð Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og í þetta sinn er það Kolbrún Sigurðardóttir myndlistarmaður, hönnuður, kennari og framkvæmdastjóri sem situr fyrir svörum. 27. júní 2020 10:00 Mest lesið Segir að vel væri hægt að lækka vexti Viðskipti innlent Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Viðskipti innlent Forstjóri Dominos til N1 Viðskipti innlent Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Viðskipti innlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Netflix er harður húsbóndi og allir í góðum gír hjá SÁÁ Nýr formaður SÁÁ segist ekki gera ráð fyrir fleiri leiðinlegum fréttum af samtökunum á næstunni. Einar Hermannsson er gestur kaffispjallsins að þessu sinni. 18. júlí 2020 10:00
Alltaf þrisvar í kalda pottinn og margt sem lærðist af kórónuveirunni Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og í þetta sinn er það Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs sem situr fyrir svörum. Sigrún skellir sér snemma í ræktina á morgnana og veigrar sér ekkert við að fara í kalda pottinn í sundlauginni. 11. júlí 2020 10:00
Hrikalega gamaldags í skipulagi og í fjarfundarhugleiðslu með Guðna Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og í þetta sinn situr Einar Bárðason fyrir svörum sem segir skipulagið sitt gamaldags og plokkið hina bestu núvitund. 4. júlí 2020 10:00
Einstein, Newton og íslenska smjörið ferskt á borðinu í mánuð Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og í þetta sinn er það Kolbrún Sigurðardóttir myndlistarmaður, hönnuður, kennari og framkvæmdastjóri sem situr fyrir svörum. 27. júní 2020 10:00