„Algjörlega galið“ að nýr eigandi bíls þurfi að greiða skuldir fyrri eiganda Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. júlí 2020 21:00 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Vilhelm Formaður Neytendasamtakanna segir ný lög um ökurtækjatryggingar „algjörlega galin“ í framkvæmd. Með lögunum er tryggingafélögum gert kleift að rukka nýjan eiganda bíls um iðgjöld sem fyrri eigandi stóð ekki skil á. Gjöldin geta safnast upp í allt að tvö ár og á þau lagst innheimtukostnaður, sem nýr eigandi þarf að standa skil á, að sögn formannsins. Neytendasamtökin greindu frá því á vefsíðu sinni í dag að þeim hefði borist mál sem snýr að bíl sem var í eigu bílaleigu með áhvílandi tryggingariðgjöld. Í skjóli nýrra laga um ökutækjatryggingar sem tóku gildi um áramótin innheimtir tryggingafélagið vangoldin gjöld eldri eiganda ásamt áföllnum kostnaði, af nýja eigandanum. Í tilkynningu hvetja samtökin væntanlega kaupendur til að sýna varúð við kaup á notuðum bílum og tryggingafyrirtæki til að nýta sér ekki þessa gloppu í lögum. „Að öðrum kosti getur nýr eigandi (eða síðari eigendur) lent í því að þurfa að greiða þau. Slík könnun er þó í mörgum tilvikum torveld og íþyngjandi, til dæmis með tilliti til persónuverndarlaga. Samtökin brýna fyrir væntanlegum kaupendum að sýna aðgát og fá til dæmis fullvissu frá seljanda um að ekki hvíli vangoldin gjöld á ökutækinu.“ Þá segir í tilkynningu að Neytendasamtökin, ásamt Félagi íslenskra bifreiðaeigenda og Bílgreinasambandinu, hafi tekið málið til rækilegrar skoðunar og að ákvörðunar um næstu skref sé að bíða innan skamms. Örugglega ekki vilji löggjafans Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna ræddi málið frekar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði um að ræða algjörlega galin lög. „Þannig er að ef fólk kaupir notaðan bíl sem einhver eigandi, kannski ekki síðasti eigandi, [heldur] þarsíðasti eða þar á undan, trassaði að borga iðgjöldin, þá eru þau orðin lögveð núna í bílnum og þar af leiðandi fylgir honum og tryggingafélagið getur gert kröfu um að seinni tíma eigandi greiði upp skuldir fyrri eigenda,“ sagði Breki. „Í framkvæmd er þetta algerlega galið og náttúrulega örugglega ekki vilji löggjafans, ég trúi því bara ekki. Því það er engin leið fyrir netytendur, eða kaupanda væntanlegan, að fletta því upp eða vita það að eitthvert tryggingafélag eigi kröfu á einhvern bíl nema með því að hringja í öll möguleg og ómöguleg tryggingafélög á landinu til þess að kanna það. Og þar meira að segja koma persónuverndarlög til sögunnar því það er ekkert víst að tryggingafélag megi einu sinni gefa upp hvort fyrri eigendur hafi skuldað iðgjöldin af viðkomandi bifreið.“ Geta krafist nauðungarsölu á bíl nýja eigandans Þá mega bílasölur að öllum líkindum ekki fletta upp upplýsingum um umrædd iðgjöld fyrir kaupendur, að sögn Breka. „Þessi lög eru í fyrsta lagi algjörlega vanhugsuð því að það er ekkert tekið á slíku. Fyrirtæki mega ekkert frekar fletta upp persónuupplýsingum um fólk nema að fengnu leyfi þess. […] Ég held að þetta hljóti að hafa verið einhvers konar handvömm eða þá málið ekki hugsað alveg til hins ítrasta, því þetta er bara það galið á allan hátt að ég skil það ekki. Væntanlega er þetta hugsað með hag tryggingafélaga í huga,“ Þá sagði Breki heimild í lögunum til að leggja innheimtukostnað ofan á vangoldnu iðgjöldin. Gjöldin geti safnast upp í tvö ár, auk þess sem tryggingafélag gæti krafist nauðungarsölu á bifreið ef nýr eigandi neitar að greiða skuld fyrri eigenda. „Við erum með dæmi núna um skuld, sem var ekki há enda eru bara sjö mánuðir síðan lögin tóku gildi, og skuldin er 12 þúsund krónur en innheimtukostnaðurinn er kominn upp í 16 þúsund. Við sjáum að þessi vangoldnu iðgjöld geta fylgt bifreiðinni í allt að tvö ár.“ Viðtalið við Breka í Reykjavík síðdegis má hlusta á í spilaranum hér ofar í fréttinni. Neytendur Bílar Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Formaður Neytendasamtakanna segir ný lög um ökurtækjatryggingar „algjörlega galin“ í framkvæmd. Með lögunum er tryggingafélögum gert kleift að rukka nýjan eiganda bíls um iðgjöld sem fyrri eigandi stóð ekki skil á. Gjöldin geta safnast upp í allt að tvö ár og á þau lagst innheimtukostnaður, sem nýr eigandi þarf að standa skil á, að sögn formannsins. Neytendasamtökin greindu frá því á vefsíðu sinni í dag að þeim hefði borist mál sem snýr að bíl sem var í eigu bílaleigu með áhvílandi tryggingariðgjöld. Í skjóli nýrra laga um ökutækjatryggingar sem tóku gildi um áramótin innheimtir tryggingafélagið vangoldin gjöld eldri eiganda ásamt áföllnum kostnaði, af nýja eigandanum. Í tilkynningu hvetja samtökin væntanlega kaupendur til að sýna varúð við kaup á notuðum bílum og tryggingafyrirtæki til að nýta sér ekki þessa gloppu í lögum. „Að öðrum kosti getur nýr eigandi (eða síðari eigendur) lent í því að þurfa að greiða þau. Slík könnun er þó í mörgum tilvikum torveld og íþyngjandi, til dæmis með tilliti til persónuverndarlaga. Samtökin brýna fyrir væntanlegum kaupendum að sýna aðgát og fá til dæmis fullvissu frá seljanda um að ekki hvíli vangoldin gjöld á ökutækinu.“ Þá segir í tilkynningu að Neytendasamtökin, ásamt Félagi íslenskra bifreiðaeigenda og Bílgreinasambandinu, hafi tekið málið til rækilegrar skoðunar og að ákvörðunar um næstu skref sé að bíða innan skamms. Örugglega ekki vilji löggjafans Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna ræddi málið frekar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði um að ræða algjörlega galin lög. „Þannig er að ef fólk kaupir notaðan bíl sem einhver eigandi, kannski ekki síðasti eigandi, [heldur] þarsíðasti eða þar á undan, trassaði að borga iðgjöldin, þá eru þau orðin lögveð núna í bílnum og þar af leiðandi fylgir honum og tryggingafélagið getur gert kröfu um að seinni tíma eigandi greiði upp skuldir fyrri eigenda,“ sagði Breki. „Í framkvæmd er þetta algerlega galið og náttúrulega örugglega ekki vilji löggjafans, ég trúi því bara ekki. Því það er engin leið fyrir netytendur, eða kaupanda væntanlegan, að fletta því upp eða vita það að eitthvert tryggingafélag eigi kröfu á einhvern bíl nema með því að hringja í öll möguleg og ómöguleg tryggingafélög á landinu til þess að kanna það. Og þar meira að segja koma persónuverndarlög til sögunnar því það er ekkert víst að tryggingafélag megi einu sinni gefa upp hvort fyrri eigendur hafi skuldað iðgjöldin af viðkomandi bifreið.“ Geta krafist nauðungarsölu á bíl nýja eigandans Þá mega bílasölur að öllum líkindum ekki fletta upp upplýsingum um umrædd iðgjöld fyrir kaupendur, að sögn Breka. „Þessi lög eru í fyrsta lagi algjörlega vanhugsuð því að það er ekkert tekið á slíku. Fyrirtæki mega ekkert frekar fletta upp persónuupplýsingum um fólk nema að fengnu leyfi þess. […] Ég held að þetta hljóti að hafa verið einhvers konar handvömm eða þá málið ekki hugsað alveg til hins ítrasta, því þetta er bara það galið á allan hátt að ég skil það ekki. Væntanlega er þetta hugsað með hag tryggingafélaga í huga,“ Þá sagði Breki heimild í lögunum til að leggja innheimtukostnað ofan á vangoldnu iðgjöldin. Gjöldin geti safnast upp í tvö ár, auk þess sem tryggingafélag gæti krafist nauðungarsölu á bifreið ef nýr eigandi neitar að greiða skuld fyrri eigenda. „Við erum með dæmi núna um skuld, sem var ekki há enda eru bara sjö mánuðir síðan lögin tóku gildi, og skuldin er 12 þúsund krónur en innheimtukostnaðurinn er kominn upp í 16 þúsund. Við sjáum að þessi vangoldnu iðgjöld geta fylgt bifreiðinni í allt að tvö ár.“ Viðtalið við Breka í Reykjavík síðdegis má hlusta á í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Neytendur Bílar Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira