Innlent

Þingfundi slitið laust eftir klukkan tvö í nótt

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, flytur lokaræðu þingfundarins á meðan þingforsetarnir Bryndís Haraldsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon ræða saman.
Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, flytur lokaræðu þingfundarins á meðan þingforsetarnir Bryndís Haraldsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon ræða saman. Alþingi

Bryndís Haraldsdóttir varaforseti Alþingis sleit þingfundi laust eftir klukkan tvö í nótt þegar umræðum um annars vegar fimm ára samgönguáætlun og hins vegar fimmtán ára samgönguáætlun var frestað. Dagskrármálum 4-21 voru tekin af dagskrá með fundarslitum.

Ræður þingmanna Miðflokksins um aðallega Borgarlínu voru ástæða þess að fundurinn dróst langt fram yfir miðnætti.

Síðastur á mælendaskrá var Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, sem kvaðst vera andvígur veggjöldum og vildi láta kanna afstöðu þjóðarinnar til þeirra áður en þau yrðu tekin upp. Hann lauk máli sinni á þjóðsögu um bóndann Grana á Snæfellsnesi sem gerði tilraun til að innheimta veggjöld með skelfilegum afleiðingum.

„Illa undu menn tollgreiðslu þessari enda launuðu þeir Grana bónda hana því einhvern morgun fannst hann dauður hangandi við annan dyrastafinn í garðshliðinu. Hefur sá vegur aldrei verið tollaður síðan.“

Líkt og fréttastofa greindi frá í gær var ákveðið á fundi forsætisnefndar að fella starfsætlun Alþingis úr gildi. Eldhúsdagsumræður verð þó samkvæmt fyrir áætlun á dagskrá í kvöld klukkan 19.30. Þingfundur hefst síðan klukkan 11.30 í dag.


Tengdar fréttir

Mikilvægt að tekið verði til á „stjórnarheimilinu“ fyrir þinglok

Þingmenn Miðflokksins hafa haldið umræðu um samgönguáætlun til næstu fimm og fimmtán ára gangandi síðan klukkan ellefu í morgun. Þingmaður vinstri grænna sakar Miðflokkinn um málþóf. Stefnt er að því að ljúka störfum þingsins fyrir lok næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×