Mikilvægt að eiga vin í vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. júlí 2020 10:00 Rannsókn sem framkvæmd var í tíu löndum sýnir að mjög margir upplifa sig einmana í vinnunni. Vísir/Getty Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem Global Work Connectivity stóð fyrir í tíu löndum má sjá að allt að helmingur starfsfólks í ólíkum atvinnugreinum er einmana í vinnunni. Þessi einmanaleiki skýrist þá fyrst og fremst af því að þessi hópur fólks segist ekki að eiga vin í vinnunni og finnur þar af leiðandi til einmanaleika. Rannsóknin náði til um tvö þúsund starfsmanna og stjórnenda og til viðbótar við það að greina hversu algengt það er að fólk sé einmana í vinnu er líka hægt að lesa úr niðurstöðunum hvers vegna það skiptir svo miklu máli að eignast vin eða vini í vinnunni. Ekki aðeins getur vinskapur haft jákvæð áhrif á líðan starfsmanna heldur sýndu niðurstöður að einmanaleiki dregur úr getu til framleiðni í vinnu. Fólk sem á hins vegar vin í vinnunni upplifir þann vinskap sem hvatningu til að vinna meira eða hraðar. Þá sögðust 60% svarenda vera líklegri til að starfa áfram hjá vinnuveitanda ef þeir ættu vin í vinnunni. Þeir sem sögðust ekki eiga vini í vinnunni, voru hins vegar líklegir til að vera að svipast um eftir öðru starfi eða ætla sér að gera það. Fólk sem á vin í vinnunni mælist betur helgað starfinu (e. engagement) en einmana starfsfólk og fólk sem á vin í vinnunni er líklegri til að sýna frumkvæði í starfi. Fyrirtækjamenningin skiptir miklu máli um það hvort margir eru einmana í vinnunni eða ekki. Á vinnustöðum þar sem staðið er fyrir reglulegum viðburðum eða hópeflisstundum mældust mun færri starfsmenn einmana. Starfsánægjan helst líka í hendur við það hvort fólk á vin í vinnunni eða ekki og starfsfólk sem er einmana í vinnunni á erfiðara með að takast á við breytingar á vinnustaðnum því það upplifir sig ekki með neitt stuðningsnet meðal vinnufélaga. Til að sporna við einmanaleika í vinnu er mikilvægast að vinna að einhverri tengslamyndun við samstarfsfélaga sem síðan geta leitt til vinskapar. Að borða með vinnufélögum í hádeginu er ein leið og eins getur það myndað tengsl að bjóðast til að taka að sér verkefni eða að aðstoða vinnufélaga. Þá er mælt með því að bíða ekki eftir því að vinnufélagar kynni sig fyrir þér heldur taka af skarið og kynna sig fyrir vinnufélögum. Góðu ráðin Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem Global Work Connectivity stóð fyrir í tíu löndum má sjá að allt að helmingur starfsfólks í ólíkum atvinnugreinum er einmana í vinnunni. Þessi einmanaleiki skýrist þá fyrst og fremst af því að þessi hópur fólks segist ekki að eiga vin í vinnunni og finnur þar af leiðandi til einmanaleika. Rannsóknin náði til um tvö þúsund starfsmanna og stjórnenda og til viðbótar við það að greina hversu algengt það er að fólk sé einmana í vinnu er líka hægt að lesa úr niðurstöðunum hvers vegna það skiptir svo miklu máli að eignast vin eða vini í vinnunni. Ekki aðeins getur vinskapur haft jákvæð áhrif á líðan starfsmanna heldur sýndu niðurstöður að einmanaleiki dregur úr getu til framleiðni í vinnu. Fólk sem á hins vegar vin í vinnunni upplifir þann vinskap sem hvatningu til að vinna meira eða hraðar. Þá sögðust 60% svarenda vera líklegri til að starfa áfram hjá vinnuveitanda ef þeir ættu vin í vinnunni. Þeir sem sögðust ekki eiga vini í vinnunni, voru hins vegar líklegir til að vera að svipast um eftir öðru starfi eða ætla sér að gera það. Fólk sem á vin í vinnunni mælist betur helgað starfinu (e. engagement) en einmana starfsfólk og fólk sem á vin í vinnunni er líklegri til að sýna frumkvæði í starfi. Fyrirtækjamenningin skiptir miklu máli um það hvort margir eru einmana í vinnunni eða ekki. Á vinnustöðum þar sem staðið er fyrir reglulegum viðburðum eða hópeflisstundum mældust mun færri starfsmenn einmana. Starfsánægjan helst líka í hendur við það hvort fólk á vin í vinnunni eða ekki og starfsfólk sem er einmana í vinnunni á erfiðara með að takast á við breytingar á vinnustaðnum því það upplifir sig ekki með neitt stuðningsnet meðal vinnufélaga. Til að sporna við einmanaleika í vinnu er mikilvægast að vinna að einhverri tengslamyndun við samstarfsfélaga sem síðan geta leitt til vinskapar. Að borða með vinnufélögum í hádeginu er ein leið og eins getur það myndað tengsl að bjóðast til að taka að sér verkefni eða að aðstoða vinnufélaga. Þá er mælt með því að bíða ekki eftir því að vinnufélagar kynni sig fyrir þér heldur taka af skarið og kynna sig fyrir vinnufélögum.
Góðu ráðin Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira