Viðskipti innlent

Til­raun gerð til inn­brots í tölvu­kerfi Reikni­stofu bankanna

Atli Ísleifsson skrifar
Við úrlausn varð þjónusturof kl. 13:07 sem hafði þær afleiðingar að truflanir eru í starfsemi netbanka og debetkorta.
Við úrlausn varð þjónusturof kl. 13:07 sem hafði þær afleiðingar að truflanir eru í starfsemi netbanka og debetkorta. Getty

Tilraun var til innbrots í tölvukerfi Reiknistofu bankanna í dag sem leiddi til rofs í þjónustu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá RB og segir að brugðist verið við í samræmi við viðbragðsáætlun.

„Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi RB og viðskiptavina.

RB vinnur að úrlausn málsins með helstu sérfræðingum í netöryggismálum og samstarfsaðilum fyrirtækisins. Við úrlausn varð þjónusturof kl. 13:07 sem hafði þær afleiðingar að truflanir eru í starfsemi netbanka og debetkorta. Áfram er unnið að úrlausn málsins og er gert ráð fyrir að kerfin verði orðin virk innan skamms,“ segir í tilkynningunni.

Uppfært 14:04: „Það þjónusturof sem var í gangi hjá RB hefur verið leyst og kerfi eru aftur orðin virk.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá RB.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
4,76
1
154
BRIM
1,82
7
315.738
REITIR
0,56
2
17.880
SJOVA
0,25
3
4.814
ORIGO
0,16
1
23

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-7,61
7
473
LEQ
-1,51
1
2.387
MAREL
-1,27
5
168.910
SYN
-0,41
1
244
ICESEA
0
1
18
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.