Viðskipti innlent

Stofnuðu nýtt félag þegar þeir sáu í hvað stefndi hjá Capacent

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ráðgjafafyrirtækið Intenta hefur þegar sett á laggirnar einfalda heimasíðu. 
Ráðgjafafyrirtækið Intenta hefur þegar sett á laggirnar einfalda heimasíðu.  intenta.is

Unnið er að því að ýta ráðgjafafyrirtækinu Intenta ehf. úr vör. Samkvæmt stofngögnum félagsins standa fimm fyrrverandi starfsmenn Capacent að nýja fyrirtækinu sem þegar hefur orðið sér úti um veffangið Intenta.is

Rekstrarvandræði Capacent á Íslandi hafa verið á milli tannanna á fólki undanfarnar vikur en fá svör fengust frá stjórnendum ráðgjafafyrirtækisins. Vísir greindi síðan frá því á miðvikudagskvöld að Capacent myndi óska eftir gjaldþrotaskiptum daginn eftir, sem kom síðan á daginn.

Halldór Þorkelsson, framkvæmdastjóri Capacent á Íslandi, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að það hafi verið talið heillavænlegra að fara fram á gjaldþrotaskipti „frekar en að freista þess að halda áfram rekstri með óhjákvæmilegri skuldasöfnun.“

Reynt hafi verið að bjarga félaginu en þær aðstæður sem mynduðust í atvinnulífinu vegna kórónuveirufaraldursins hafi fljótt farið að segja til sín í rekstrinum þar sem tekjur féllu verulega.

Fyrrnefndir starfmenn Capacent sem standa að Intenta skiluðu inn stofngögnum um nýja félagið þann 8. maí síðastliðinn. Þar segir meðal annars að tilgangur félagsins sé ráðgjafastarfsemi á sviði viðskipta, upplýsingatækni og rekstrar, lánastarfsemi og annar skyldur rekstur.

Hluthafar félagsins eru fimm, allir fyrrverandi starfsmenn Capacent; þeir Hallbjörn Ægir Björnsson, Hafliði Sævarsson, Bjarki Elías Kristjánsson, Sigurður Hjalti Kristjánsson og Ingvi Þór Elliðason. Þeir fara allir með 20 prósent hlut í Intenta ehf.

Sá síðastnefndi segir í samtali við Fréttablaðið að ákvörðunin um að stofna fyrirtækið hafi verið tekin í ljósi erfiðrar stöðu Capacent. Til að byrja með séu um 10 manns sem fara af stað með rekstur fyrirtækisins, en starfsemi þess muni skýrast á næstu dögum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
1,69
11
246.884
ICESEA
1,02
2
276
MAREL
1
3
656
EIM
0,71
3
3.331
ICEAIR
0,57
17
2.247

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-0,81
3
2.424
TM
-0,75
2
1.743
ARION
-0,45
12
178.970
EIK
-0,28
1
760
SJOVA
-0,25
2
3.253
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.