Körfubolti

Jón Axel búinn að tala við fimm NBA-lið og á eftir að tala við Golden State

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Axel Guðmundsson í leik með Davidson háskólaliðinu.
Jón Axel Guðmundsson í leik með Davidson háskólaliðinu. Getty/ Lance King

Jón Axel Guðmundsson er skráður í nýliðaval NBA-deildarinnar í sumar og nokkur lið hafa sýnt íslenska bakverðinum áhuga.

Fimm lið hafa þegar rætt við Jón Axel og hann á eftir að ræða við önnur þrjú lið í NBA-deildinni.

„Ég hef talað við fimm NBA-lið og á næstu dögum er verið að koma á fund­um með fleiri NBA-liðum. Ég er búinn að tala við Charlotte Hornets, Cleveland Cavaliers, Utah Jazz, Phoenix Suns og Milwaukee Bucks," sagði Jón Axel Guðmundsson í samtali við Kristján Jónsson á Morgunblaðinu.

„Ég á eftir að tala við Miami Heat, Sacramento Kings, Golden State Warriors og væntanlega fleiri lið. Ég reikna með því að funda með þess­um liðum í næstu viku og í næsta mánuði,“ sagði Jón Axel enn fremur í viðtalinu.

Með Golden State Warriors spilar einmitt Steph Curry sem var í Davidson háskólanum alveg eins og Jón Axel. Jón Axel hitti Curry meðal annars þegar hann kom að fylgjast með sínu gamla félagi spila.

NBA-deildin hefur verið í frosti siðan í mars en menn ætla sér að klára tímabilið í sumar og þá líklegast bara með úrslitakeppni. Nýliðavalið á að fara fram í júlí en það gæti breyst.

„Ef tímabilið verður klárað í NBA þá er nýliðavalið kannski ekki fyrr en í september,“ sagði Jón Axel í viðtalinu en sem má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.