Körfubolti

Þessi lið myndu mætast í NBA ef byrjað verður strax á úrslitakeppni með breyttu sniði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kawhi Leonard með Larry O'Brien bikarinn eftir að Toronto Raptors liðið vann Golden State Warriors í lokaúrslitum NBA-deildarinnar á síðasta ári.
Kawhi Leonard með Larry O'Brien bikarinn eftir að Toronto Raptors liðið vann Golden State Warriors í lokaúrslitum NBA-deildarinnar á síðasta ári. EPA-EFE/LARRY W. SMITH

NBA deildin í körfubolta vinnur nú hörðum höndum að endurkomu deildarinnar eftir COVID-19 og virðist vera sem svo að mikill meirihluti allra tengdum deildinni sé á því að klára eigi tímabilið.

NBA ætlar sér að finna einn keppnisstað þar sem öll liðin geta haldið sig á meðan keppnin er kláruð og þykir Disney World vera líklegasti kosturinn fyrir slíkan NBA-heim.

Það eru líka að aukast líkurnar á því að byrja bara strax á úrslitakeppninni og sleppa síðustu tuttugu leikjunum af deildarkeppninni. Það myndi þýða það að aðeins sextán lið af þrjátíu myndu hefja keppni en hin fjórtán væru komin í sumarfrí.

Úrslitakeppni NBA-deildarinnar ef oftast tvískipt það er í Vestur og Austurdeild. Sigurvegarar hvorrar deildar hafa síðan mæst í lokaúrslitunum. Los Angeles Lakers í Vesturdeildinni mætir því aldrei Boston Celtics í Austurdeildinni fyrr en í lokaúrslitunum.

Ýmsar hugmyndir hafa verið uppi síðustu ár um að breyta þessu og margir eru á því að nú eigi NBA-deildin að nýta tækifærið og prufa þetta nú þegar allt er á hvolfi hvort sem er.

Sextán lið kæmust þá í úrslitakeppnina og liðið með besta árangurinn myndi mæta liðinu með slakasta sigurhlutfallið, liðið í öðru sæti myndi mæta næstsíðasta liðinu og svo framvegis.

Liðin sem myndu mætast samkvæmt þessu væru þá:

  • Milwaukee Bucks (1) - Orlando Magic (16)
  • Los Angeles Lakers - Brooklyn Nets (15)
  • Toronto Raptors (3) - Memphis Grizzlies (14)
  • Los Angeles Clippers (4) - Dallas Mavericks (13)
  • Boston Celtics (5) - Philadelphia 76ers (12)
  • Denver Nuggets (6) - Indiana Pacers (11)
  • Utah Jazz (7) - Houston Rockets (10)
  • Miami Heat (8) - Oklahoma City Thunder (9)

Rachel Nichols, Kendrick Perkins og Brian Windhorst fóru saman yfir þennan möguleika í þættinum The Jump en það má sjá spjall þeirra hér fyrir neðan.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.