Viðskipti innlent

Seðlabankinn sendir starfsmenn heim að vinna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri kynnti lækkun á stýrivöxtum bankans um hálft prósent í gær.
Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri kynnti lækkun á stýrivöxtum bankans um hálft prósent í gær. Vísir/Vilhelm

Viðbragðsáætlun Seðlabanka Íslands hefur verið virkjuð að því er segir í tilkynningu á vef bankans.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur í samráði við viðbragðsstjórn bankans ákveðið að reyna að fækka starfsfólki eins og kostur er á starfsstöðvum bankans á Kalkofnsvegi og í Katrínartúni.

Tilgangurinn er að lágmarka smithættu milli starfsmanna bankans og í samfélaginu í heild. Tryggt verður að lykilstarfsemi bankans haldist gangandi.

Gert er ráð fyrir að þeir starfsmenn sem fara heim sinni starfsskyldum sínum eins og kostur er.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×