Viðskipti innlent

Sóttkví frestar málum Sigurjóns og Elínar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Elín, sem dæmd var í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir umboðssvik og þátttöku í markaðsmisnotkun í svokölluðu Ímon-máli, höfðaði mál gegn ríkinu fyrir MDE meðal annars vegna hlutafjáreignar Viðars Más Matthíassonar hæstaréttardómara.
Elín, sem dæmd var í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir umboðssvik og þátttöku í markaðsmisnotkun í svokölluðu Ímon-máli, höfðaði mál gegn ríkinu fyrir MDE meðal annars vegna hlutafjáreignar Viðars Más Matthíassonar hæstaréttardómara.

Málflutningi í málum Sigurjóns Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, sem fara átti fram í Hæstarétti í dag, hefur verið frestað. Ástæðan er sú að einn Hæstaréttardómarnanna fimm eru í sóttkví vegna kórónuveirunnar að því er Fréttablaðið greinir frá.

Þau Elín og Sigurjón hlutu árið 2016 dóma fyrir markaðsmisnotkun. Fallist var á beiðni þeirra endurupptöku málsins á þeim sökum að hæfi Viðars Más Matthíassonar dómar mætti draga í efa sökum taps hans á hlutabréfum í Landsbankanum í hruninu 2008.

Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í febrúar að brotið hefði verið á réttindum Elínar þar sem Viðar Már hefði verið einn dómaranna sem dæmdu í máli hennar.

Málflutningur um frávísunarkröfuna átti að fara fram í Hæstarétti í dag. Fimm dómarar áttu að taka það til meðferðar og eru flestir settir sérstaklega enda varðar málið hið meinta vanhæfi Viðars Más, kollega hinna.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×