Viðskipti erlent

Komust yfir per­sónu­upp­lýsingar níu milljón við­skipta­vina Ea­syJet

Atli Ísleifsson skrifar
EasyJet vélar á Brandenborgarflugvelli í Berlín.
EasyJet vélar á Brandenborgarflugvelli í Berlín. Getty

Stjórnendur lágfargjaldaflugfélagsins Easyjet viðurkenndu í dag að upplýsingum um níu milljónir viðskiptavina þess hefði verið stolið í „háþróuðu“ tölvuinnbroti. Af þeim komust þrjótarnir í greiðslukortaupplýsingar fleiri en tvö þúsund viðskiptavina.

Persónuvernd Bretlands hefur verið tilkynnt um Bretlandið en Easyjet segir að rannsókn standi yfir á því. Töluvpóstföngum og ferðaáætlunum milljóna var stolið í innbrotinu og áttuðu stjórnendur Easyjet sig fyrst á því í janúar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Þeir sem urðu fyrir því að greiðslukortaupplýsingum þeirra var stolið fengu ekki að vita af því fyrr en í apríl. Fyrirtækið segir að það hafi tekið það tíma til að átta sig á umfangi innbrotsins og hverjir hefðu orðið fyrir áhrifum af því.

„Við gátum aðeins upplýst fólk þegar rannsóknin var komin nægilega langt til þess að við gætum greint hvaða einstaklingar hefðu orðið fyrir áhrifum, síðan hverjir lentu í því og svo hvaða upplýsingar var farið inn í,“ segir Easyjet.

Viðskiptavinirnir sem áttu upplýsingarnar sem var stolið hafa nú verið varaðir við svikatölvupóstum. Easyjet segir að ekkert bendi til þess að persónuupplýsingum fólks hafi verið stolið. Engu að síður ráðleggi það viðskiptavinum að grípa til varúðarráðstafana.

„Við ráðleggjum viðskiptavinum að gæta sín á samskiptum sem eiga að koma frá Easyjet eða Easyjet Holidays,“ segir fyrirtækið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
1,83
7
101.313
SIMINN
1,18
1
419
HAGA
0,63
1
24.100
ICEAIR
0,54
21
12.420
VIS
0,15
1
102

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
-0,39
2
4.192
REITIR
-0,29
3
10.593
TM
-0,15
3
33.668
EIK
-0,14
2
1.096
REGINN
0
1
1.644
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.