Körfubolti

Valur, Reggie og Ágúst með Keflavík næsta vetur

Sindri Sverrisson skrifar
Valur Orri Valsson verður með Keflavík fá næstu leiktíð.
Valur Orri Valsson verður með Keflavík fá næstu leiktíð. MYND/KEFLAVÍK

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur samið við Val Orra Valsson, Reggie Dupree og Ágúst Orrason um að spila áfram fyrir liðið á næstu leiktíð í Domino's-deildinni.

Valur Orri sneri aftur til Keflavíkur undir lok febrúar eftir að hafa spilað með Florida Tech í bandaríska háskólakörfuboltanum undanfarin ár. Hann kvaddi skólann sem stoðsendingahæsti leikmaður í sögu hans.

Valur náði aðeins að leika þrjá leiki með Keflavík, sem endaði í 2. sæti Domino's-deildarinnar, áður en tímabilið á Íslandi var flautað af vegna kórónuveirufaraldursins. Valur lék áður síðast með Keflavík tímabilið 2015-16 og skoraði þá 12,6 stig að meðaltali í leik, tók 4,5 fráköst og gaf 5,6 stoðsendingar.

Reggie, sem hefur spilað með Keflavík frá árinu 2014, skoraði 4,2 stig að meðaltali í leik í vetur og tók 1,2 fráköst. Ágúst skoraði 3,4 stig að meðaltali í leik en hann lék að meðaltali tæpar níu mínútur.

Ingvi Þór Hákonarson með Ágústi Orrasyni og Reggie Dupree sem verða áfram í Keflavíkurliðinu á næstu leiktíð.MYND/KEFLAVÍK

Áður höfðu Dominykas Milka og Deane Williams, lykilmenn í liði Keflavíkur á síðustu leiktíð, einnig skrifað undir samning þess efnis að þeir spili með liðinu næsta vetur.

Fleiri leikmenn hafa svo undanfarið samið við félagið, þeir Arnór Sveinsson, Elvar Snær Guðjónsson, Guðbrandur Helgi Jónsson, Sigurður Hólm Brynjarsson, Magnús Pétursson, Davíð Alexander Magnússon og Bjarki Freyr Einarsson.


Tengdar fréttir

Milka á óklárað verk fyrir höndum í Keflavík

Keflavík fékk góð meðmæli þegar Dominykas Milka fór að spyrjast fyrir um félagið á síðasta ári. Eftir að hafa leikið frábærlega með liðinu í Domino‘s-deildinni í vetur ákvað þessi öflugi körfuboltamaður að vera áfram í Keflavík á næstu leiktíð.

Lykilmenn Keflavíkur halda áfram að framlengja

Keflvíkingar halda áfram að skrifa undir við lykilmenn sína í körfuboltanum fyrir næstu leiktíð en nú hefur Deane Williams skrifað undir samning við félagið fyrir næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×