Köstuðu leiknum frá sér í upphafi Henry Birgir Gunnarsson í Novi Sad skrifar 25. janúar 2012 06:00 Rúnar Kárason fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri í gær og nýtti það vel. Hann skoraði fjögur mörk og var valinn besti leikmaður íslenska liðsins af mótshöldurum. Mynd/Vilhelm Strákarnir okkar munu ekki leika um verðlaunasæti á EM. Þeir mættu of værukærir til leiks gegn Spáni í gær og voru allt of mistækir til þess að eiga raunhæfan möguleika á sigri í leiknum. Fyrsta korterið hjá strákunum var hörmulegt. Þeir virkuðu þreyttir, lítil stemning og einfaldlega ekki hafa trú á verkefninu. Varnarleikurinn var skelfilegur og sóknin litlu skárri þar sem eitt mark kom úr opnum leik fyrsta korterið. Eftir 16 mínútur var staðan orðin 10-3 og allt stefndi í vonda flengingu. Guðmundur tók þá leikhlé, sparkaði í afturendann á sínum mönnum og þeir ákváðu í kjölfarið að rífa sig í gang. Fóru að berja frá sér og rifu loksins upp smá stemningu. Náðu að minnka muninn í þrjú mörk en Spánverjar leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 17-13. Synd því Björgvin var að verja frábærlega. Strákarnir þó sjálfum sér verstir með tvö vítaklúður og ruðning í hraðaupphlaupum. Strákarnir voru áfram að elta í síðari hálfleik og munurinn þrjú til fimm mörk. Í hvert skipti sem liðið átti möguleika að komast inn í leikinn gerði það sig sekt um herfileg klaufamistök sem voru einfaldlega allt of mörg í þessum leik. Á endanum var það þessi lélega byrjun og klaufaskapur sem kostaði liðið sigurinn. Það er ekki hægt að leyfa sér slík mistök gegn liði eins og Spáni. Björgvin Páll Gústavsson hrökk almennilega í gírinn í gær og sorglegt að liðið hafi ekki náð að nýta sér það betur. Kári Kristján átti frábæran leik og sýndi hversu miklum framförum hann hefur tekið. Kári hefði mátt koma oftar við sögu á þessu móti og sérstaklega á móti stærri og þyngri varnarmönnum. Það var einnig ánægjulegt að fylgjast með innkomu Rúnars Kárasonar í leikinn en sá strákur virðist vera á réttri leið og er alls óhræddur. Það jákvæðasta við þetta mót er hvað nýliðarnir hafa komið ákveðnir inn og skilað góðu verki. Ísland er aftur á móti skrefi á eftir Spáni um þessar mundir og ef Ísland á að eiga möguleika gegn slíku liði verður það að leika betur. Spánverjar eru komnir með ótrúlega gott lið og undirritaðan grunar að það séu að vera valdaskipti í handboltanum. Spánverjar séu að taka við kyndlinum af Frökkum og hafa alla burði til þess að vera með yfirburði á komandi árum. Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Sjá meira
Strákarnir okkar munu ekki leika um verðlaunasæti á EM. Þeir mættu of værukærir til leiks gegn Spáni í gær og voru allt of mistækir til þess að eiga raunhæfan möguleika á sigri í leiknum. Fyrsta korterið hjá strákunum var hörmulegt. Þeir virkuðu þreyttir, lítil stemning og einfaldlega ekki hafa trú á verkefninu. Varnarleikurinn var skelfilegur og sóknin litlu skárri þar sem eitt mark kom úr opnum leik fyrsta korterið. Eftir 16 mínútur var staðan orðin 10-3 og allt stefndi í vonda flengingu. Guðmundur tók þá leikhlé, sparkaði í afturendann á sínum mönnum og þeir ákváðu í kjölfarið að rífa sig í gang. Fóru að berja frá sér og rifu loksins upp smá stemningu. Náðu að minnka muninn í þrjú mörk en Spánverjar leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 17-13. Synd því Björgvin var að verja frábærlega. Strákarnir þó sjálfum sér verstir með tvö vítaklúður og ruðning í hraðaupphlaupum. Strákarnir voru áfram að elta í síðari hálfleik og munurinn þrjú til fimm mörk. Í hvert skipti sem liðið átti möguleika að komast inn í leikinn gerði það sig sekt um herfileg klaufamistök sem voru einfaldlega allt of mörg í þessum leik. Á endanum var það þessi lélega byrjun og klaufaskapur sem kostaði liðið sigurinn. Það er ekki hægt að leyfa sér slík mistök gegn liði eins og Spáni. Björgvin Páll Gústavsson hrökk almennilega í gírinn í gær og sorglegt að liðið hafi ekki náð að nýta sér það betur. Kári Kristján átti frábæran leik og sýndi hversu miklum framförum hann hefur tekið. Kári hefði mátt koma oftar við sögu á þessu móti og sérstaklega á móti stærri og þyngri varnarmönnum. Það var einnig ánægjulegt að fylgjast með innkomu Rúnars Kárasonar í leikinn en sá strákur virðist vera á réttri leið og er alls óhræddur. Það jákvæðasta við þetta mót er hvað nýliðarnir hafa komið ákveðnir inn og skilað góðu verki. Ísland er aftur á móti skrefi á eftir Spáni um þessar mundir og ef Ísland á að eiga möguleika gegn slíku liði verður það að leika betur. Spánverjar eru komnir með ótrúlega gott lið og undirritaðan grunar að það séu að vera valdaskipti í handboltanum. Spánverjar séu að taka við kyndlinum af Frökkum og hafa alla burði til þess að vera með yfirburði á komandi árum.
Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Sjá meira