Köstuðu leiknum frá sér í upphafi Henry Birgir Gunnarsson í Novi Sad skrifar 25. janúar 2012 06:00 Rúnar Kárason fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri í gær og nýtti það vel. Hann skoraði fjögur mörk og var valinn besti leikmaður íslenska liðsins af mótshöldurum. Mynd/Vilhelm Strákarnir okkar munu ekki leika um verðlaunasæti á EM. Þeir mættu of værukærir til leiks gegn Spáni í gær og voru allt of mistækir til þess að eiga raunhæfan möguleika á sigri í leiknum. Fyrsta korterið hjá strákunum var hörmulegt. Þeir virkuðu þreyttir, lítil stemning og einfaldlega ekki hafa trú á verkefninu. Varnarleikurinn var skelfilegur og sóknin litlu skárri þar sem eitt mark kom úr opnum leik fyrsta korterið. Eftir 16 mínútur var staðan orðin 10-3 og allt stefndi í vonda flengingu. Guðmundur tók þá leikhlé, sparkaði í afturendann á sínum mönnum og þeir ákváðu í kjölfarið að rífa sig í gang. Fóru að berja frá sér og rifu loksins upp smá stemningu. Náðu að minnka muninn í þrjú mörk en Spánverjar leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 17-13. Synd því Björgvin var að verja frábærlega. Strákarnir þó sjálfum sér verstir með tvö vítaklúður og ruðning í hraðaupphlaupum. Strákarnir voru áfram að elta í síðari hálfleik og munurinn þrjú til fimm mörk. Í hvert skipti sem liðið átti möguleika að komast inn í leikinn gerði það sig sekt um herfileg klaufamistök sem voru einfaldlega allt of mörg í þessum leik. Á endanum var það þessi lélega byrjun og klaufaskapur sem kostaði liðið sigurinn. Það er ekki hægt að leyfa sér slík mistök gegn liði eins og Spáni. Björgvin Páll Gústavsson hrökk almennilega í gírinn í gær og sorglegt að liðið hafi ekki náð að nýta sér það betur. Kári Kristján átti frábæran leik og sýndi hversu miklum framförum hann hefur tekið. Kári hefði mátt koma oftar við sögu á þessu móti og sérstaklega á móti stærri og þyngri varnarmönnum. Það var einnig ánægjulegt að fylgjast með innkomu Rúnars Kárasonar í leikinn en sá strákur virðist vera á réttri leið og er alls óhræddur. Það jákvæðasta við þetta mót er hvað nýliðarnir hafa komið ákveðnir inn og skilað góðu verki. Ísland er aftur á móti skrefi á eftir Spáni um þessar mundir og ef Ísland á að eiga möguleika gegn slíku liði verður það að leika betur. Spánverjar eru komnir með ótrúlega gott lið og undirritaðan grunar að það séu að vera valdaskipti í handboltanum. Spánverjar séu að taka við kyndlinum af Frökkum og hafa alla burði til þess að vera með yfirburði á komandi árum. Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
Strákarnir okkar munu ekki leika um verðlaunasæti á EM. Þeir mættu of værukærir til leiks gegn Spáni í gær og voru allt of mistækir til þess að eiga raunhæfan möguleika á sigri í leiknum. Fyrsta korterið hjá strákunum var hörmulegt. Þeir virkuðu þreyttir, lítil stemning og einfaldlega ekki hafa trú á verkefninu. Varnarleikurinn var skelfilegur og sóknin litlu skárri þar sem eitt mark kom úr opnum leik fyrsta korterið. Eftir 16 mínútur var staðan orðin 10-3 og allt stefndi í vonda flengingu. Guðmundur tók þá leikhlé, sparkaði í afturendann á sínum mönnum og þeir ákváðu í kjölfarið að rífa sig í gang. Fóru að berja frá sér og rifu loksins upp smá stemningu. Náðu að minnka muninn í þrjú mörk en Spánverjar leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 17-13. Synd því Björgvin var að verja frábærlega. Strákarnir þó sjálfum sér verstir með tvö vítaklúður og ruðning í hraðaupphlaupum. Strákarnir voru áfram að elta í síðari hálfleik og munurinn þrjú til fimm mörk. Í hvert skipti sem liðið átti möguleika að komast inn í leikinn gerði það sig sekt um herfileg klaufamistök sem voru einfaldlega allt of mörg í þessum leik. Á endanum var það þessi lélega byrjun og klaufaskapur sem kostaði liðið sigurinn. Það er ekki hægt að leyfa sér slík mistök gegn liði eins og Spáni. Björgvin Páll Gústavsson hrökk almennilega í gírinn í gær og sorglegt að liðið hafi ekki náð að nýta sér það betur. Kári Kristján átti frábæran leik og sýndi hversu miklum framförum hann hefur tekið. Kári hefði mátt koma oftar við sögu á þessu móti og sérstaklega á móti stærri og þyngri varnarmönnum. Það var einnig ánægjulegt að fylgjast með innkomu Rúnars Kárasonar í leikinn en sá strákur virðist vera á réttri leið og er alls óhræddur. Það jákvæðasta við þetta mót er hvað nýliðarnir hafa komið ákveðnir inn og skilað góðu verki. Ísland er aftur á móti skrefi á eftir Spáni um þessar mundir og ef Ísland á að eiga möguleika gegn slíku liði verður það að leika betur. Spánverjar eru komnir með ótrúlega gott lið og undirritaðan grunar að það séu að vera valdaskipti í handboltanum. Spánverjar séu að taka við kyndlinum af Frökkum og hafa alla burði til þess að vera með yfirburði á komandi árum.
Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira