Leik lokið: Frakkland 29 - Ísland 29 | Engin uppgjöf og flott barátta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. janúar 2012 14:15 Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörk í dag. Mynd/Vilhelm Strákarnir okkar sáu til þess að heims-, Evrópu- og Ólympíumeistarar Frakka enda í neðsta sæti milliriðils 2 en Ísland og Frakkland skildu jöfn í lokaleik beggja liða í keppninni. Strákarnir hefðu þó vel getað unnið sigur en jafntefli var líklega sanngjörn niðurstaða. Ólíkt leiknum gegn Spáni í gær byrjuðu strákarnir frábærlega og spiluðu nánast fullkominn leik fyrsta stundarfjórðunginn eða svo. Ísland komst í 12-6 forystu og með Björgvin Pál funheitan í markinu var nánast allt að ganga upp. Frakkar náðu þó að minnka muninn í þrjú mörk áður en flautað var til hálfleiks og voru svo bara rúmar sex mínútur og komast yfir í þeim síðari. Þá fyrst reyndi á strákana sem sýndu mikla yfirvegun. Þeir gáfust aldrei upp, sýndu mikinn baráttuvilja og kraft og náðu að galopna leikinn upp á nýtt síðustu mínúturnar. Þeir fengu meira að segja tvö tækifæri til að komast yfir en það tókst ekki. Frakkar fengu síðustu sóknina en tókst ekki að skora, sem betur fer. Þrátt fyrir slaka byrjun var á köflum erfitt að eiga við Frakkana þegar þeir komust í gang. Sérstaklega skyttuna William Accambray sem nýtti tíu fyrstu skot sín í leiknum og var langmarkahæstur hjá Frökkunum. Gregoire Detrez bjargaði svo sínum mönnum síðasta stundarfjórðunginn og skoraði þrjú af fimm síðustu mörkum Frakka. Þrátt fyrir allt mótlætið sem strákarnir hafa lent í á mótinu sýndu að það býr heilmikið í liðinu. Meiðsli, veikindi og brottföll lykilmanna höfðu sett stórt strik í reikninginn en þeir sem stóðu eftir voru landi og þjóð til sóma. Þeir gerðu það sem þeir gátu og nýir menn sem fengu tækifærið nýttu það vel. Er það afar jákvætt enda sýndi þetta mót að sárlega þurfti að auka breiddina í íslenska landsliðinu. Fyrstan ber að nefna Rúnar Kárason sem átti frábæra innkomu í íslenska liðið í milliriðlakeppnina. Hann fékk aftur tækifæri í dag, nýtti það vel og skoraði fjögur mörk. Kári Kristján Kristjánsson fékk líka tækifærið en gekk að vísu verr í þetta skiptið. Hann hefur þó áður sýnt að hann á heima í íslenska liðinu. Ólafur Bjarki Ragnarsson nýtti líka sínar mínútur vel í dag og skoraði tvö mjög lagleg mörk. Þá fékk Aron Rafn Eðvarðsson að standa í markinu síðustu fimmtán mínúturnar gegn þessu ógnarsterka liði en hann gerði sér lítið fyrir og varði fyrsta skotið sem hann fékk á sig. Hann varði alls fimm skot og var góður. Guðjón Valur Sigurðsson skilaði sínu í dag, eins og svo ofast áður. Fyrirliðinn fór fyrir sínum og einkennir hann það góða í íslenska liðinu - óbilandi sigurvilja og baráttuþrek. Róbert Gunnarsson átti fínan fyrri hálfleik, Þórir Ólafsson nýtti færin vel og Aron og Arnór spiluðu á köflum mjög vel. Varnarleikurinn var líka fínn á köflum og lentu Frakkarnir margoft í miklu basli með hann. Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran dag, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar hann var með 54 prósenta hlutfallsmarkvörslu. Hann endaði með sautján skot og 44 prósent markvörslu - frábærar tölur. Strákarnir halda nú heim og geta gert það beinir í baki. Vonbrigðin að hafa ekki komist í undanúrslit eru vitanlega mikil en nú gildir að hrista það af sér og byrja að hugsa um undankeppni Ólympíuleikana sem fer fram í apríl næstkomandi.Leikir, dagskrá og úrslit í öllum riðlum. Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Strákarnir okkar sáu til þess að heims-, Evrópu- og Ólympíumeistarar Frakka enda í neðsta sæti milliriðils 2 en Ísland og Frakkland skildu jöfn í lokaleik beggja liða í keppninni. Strákarnir hefðu þó vel getað unnið sigur en jafntefli var líklega sanngjörn niðurstaða. Ólíkt leiknum gegn Spáni í gær byrjuðu strákarnir frábærlega og spiluðu nánast fullkominn leik fyrsta stundarfjórðunginn eða svo. Ísland komst í 12-6 forystu og með Björgvin Pál funheitan í markinu var nánast allt að ganga upp. Frakkar náðu þó að minnka muninn í þrjú mörk áður en flautað var til hálfleiks og voru svo bara rúmar sex mínútur og komast yfir í þeim síðari. Þá fyrst reyndi á strákana sem sýndu mikla yfirvegun. Þeir gáfust aldrei upp, sýndu mikinn baráttuvilja og kraft og náðu að galopna leikinn upp á nýtt síðustu mínúturnar. Þeir fengu meira að segja tvö tækifæri til að komast yfir en það tókst ekki. Frakkar fengu síðustu sóknina en tókst ekki að skora, sem betur fer. Þrátt fyrir slaka byrjun var á köflum erfitt að eiga við Frakkana þegar þeir komust í gang. Sérstaklega skyttuna William Accambray sem nýtti tíu fyrstu skot sín í leiknum og var langmarkahæstur hjá Frökkunum. Gregoire Detrez bjargaði svo sínum mönnum síðasta stundarfjórðunginn og skoraði þrjú af fimm síðustu mörkum Frakka. Þrátt fyrir allt mótlætið sem strákarnir hafa lent í á mótinu sýndu að það býr heilmikið í liðinu. Meiðsli, veikindi og brottföll lykilmanna höfðu sett stórt strik í reikninginn en þeir sem stóðu eftir voru landi og þjóð til sóma. Þeir gerðu það sem þeir gátu og nýir menn sem fengu tækifærið nýttu það vel. Er það afar jákvætt enda sýndi þetta mót að sárlega þurfti að auka breiddina í íslenska landsliðinu. Fyrstan ber að nefna Rúnar Kárason sem átti frábæra innkomu í íslenska liðið í milliriðlakeppnina. Hann fékk aftur tækifæri í dag, nýtti það vel og skoraði fjögur mörk. Kári Kristján Kristjánsson fékk líka tækifærið en gekk að vísu verr í þetta skiptið. Hann hefur þó áður sýnt að hann á heima í íslenska liðinu. Ólafur Bjarki Ragnarsson nýtti líka sínar mínútur vel í dag og skoraði tvö mjög lagleg mörk. Þá fékk Aron Rafn Eðvarðsson að standa í markinu síðustu fimmtán mínúturnar gegn þessu ógnarsterka liði en hann gerði sér lítið fyrir og varði fyrsta skotið sem hann fékk á sig. Hann varði alls fimm skot og var góður. Guðjón Valur Sigurðsson skilaði sínu í dag, eins og svo ofast áður. Fyrirliðinn fór fyrir sínum og einkennir hann það góða í íslenska liðinu - óbilandi sigurvilja og baráttuþrek. Róbert Gunnarsson átti fínan fyrri hálfleik, Þórir Ólafsson nýtti færin vel og Aron og Arnór spiluðu á köflum mjög vel. Varnarleikurinn var líka fínn á köflum og lentu Frakkarnir margoft í miklu basli með hann. Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran dag, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar hann var með 54 prósenta hlutfallsmarkvörslu. Hann endaði með sautján skot og 44 prósent markvörslu - frábærar tölur. Strákarnir halda nú heim og geta gert það beinir í baki. Vonbrigðin að hafa ekki komist í undanúrslit eru vitanlega mikil en nú gildir að hrista það af sér og byrja að hugsa um undankeppni Ólympíuleikana sem fer fram í apríl næstkomandi.Leikir, dagskrá og úrslit í öllum riðlum.
Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira