Leik lokið: Frakkland 29 - Ísland 29 | Engin uppgjöf og flott barátta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. janúar 2012 14:15 Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörk í dag. Mynd/Vilhelm Strákarnir okkar sáu til þess að heims-, Evrópu- og Ólympíumeistarar Frakka enda í neðsta sæti milliriðils 2 en Ísland og Frakkland skildu jöfn í lokaleik beggja liða í keppninni. Strákarnir hefðu þó vel getað unnið sigur en jafntefli var líklega sanngjörn niðurstaða. Ólíkt leiknum gegn Spáni í gær byrjuðu strákarnir frábærlega og spiluðu nánast fullkominn leik fyrsta stundarfjórðunginn eða svo. Ísland komst í 12-6 forystu og með Björgvin Pál funheitan í markinu var nánast allt að ganga upp. Frakkar náðu þó að minnka muninn í þrjú mörk áður en flautað var til hálfleiks og voru svo bara rúmar sex mínútur og komast yfir í þeim síðari. Þá fyrst reyndi á strákana sem sýndu mikla yfirvegun. Þeir gáfust aldrei upp, sýndu mikinn baráttuvilja og kraft og náðu að galopna leikinn upp á nýtt síðustu mínúturnar. Þeir fengu meira að segja tvö tækifæri til að komast yfir en það tókst ekki. Frakkar fengu síðustu sóknina en tókst ekki að skora, sem betur fer. Þrátt fyrir slaka byrjun var á köflum erfitt að eiga við Frakkana þegar þeir komust í gang. Sérstaklega skyttuna William Accambray sem nýtti tíu fyrstu skot sín í leiknum og var langmarkahæstur hjá Frökkunum. Gregoire Detrez bjargaði svo sínum mönnum síðasta stundarfjórðunginn og skoraði þrjú af fimm síðustu mörkum Frakka. Þrátt fyrir allt mótlætið sem strákarnir hafa lent í á mótinu sýndu að það býr heilmikið í liðinu. Meiðsli, veikindi og brottföll lykilmanna höfðu sett stórt strik í reikninginn en þeir sem stóðu eftir voru landi og þjóð til sóma. Þeir gerðu það sem þeir gátu og nýir menn sem fengu tækifærið nýttu það vel. Er það afar jákvætt enda sýndi þetta mót að sárlega þurfti að auka breiddina í íslenska landsliðinu. Fyrstan ber að nefna Rúnar Kárason sem átti frábæra innkomu í íslenska liðið í milliriðlakeppnina. Hann fékk aftur tækifæri í dag, nýtti það vel og skoraði fjögur mörk. Kári Kristján Kristjánsson fékk líka tækifærið en gekk að vísu verr í þetta skiptið. Hann hefur þó áður sýnt að hann á heima í íslenska liðinu. Ólafur Bjarki Ragnarsson nýtti líka sínar mínútur vel í dag og skoraði tvö mjög lagleg mörk. Þá fékk Aron Rafn Eðvarðsson að standa í markinu síðustu fimmtán mínúturnar gegn þessu ógnarsterka liði en hann gerði sér lítið fyrir og varði fyrsta skotið sem hann fékk á sig. Hann varði alls fimm skot og var góður. Guðjón Valur Sigurðsson skilaði sínu í dag, eins og svo ofast áður. Fyrirliðinn fór fyrir sínum og einkennir hann það góða í íslenska liðinu - óbilandi sigurvilja og baráttuþrek. Róbert Gunnarsson átti fínan fyrri hálfleik, Þórir Ólafsson nýtti færin vel og Aron og Arnór spiluðu á köflum mjög vel. Varnarleikurinn var líka fínn á köflum og lentu Frakkarnir margoft í miklu basli með hann. Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran dag, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar hann var með 54 prósenta hlutfallsmarkvörslu. Hann endaði með sautján skot og 44 prósent markvörslu - frábærar tölur. Strákarnir halda nú heim og geta gert það beinir í baki. Vonbrigðin að hafa ekki komist í undanúrslit eru vitanlega mikil en nú gildir að hrista það af sér og byrja að hugsa um undankeppni Ólympíuleikana sem fer fram í apríl næstkomandi.Leikir, dagskrá og úrslit í öllum riðlum. Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Fleiri fréttir Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Sjá meira
Strákarnir okkar sáu til þess að heims-, Evrópu- og Ólympíumeistarar Frakka enda í neðsta sæti milliriðils 2 en Ísland og Frakkland skildu jöfn í lokaleik beggja liða í keppninni. Strákarnir hefðu þó vel getað unnið sigur en jafntefli var líklega sanngjörn niðurstaða. Ólíkt leiknum gegn Spáni í gær byrjuðu strákarnir frábærlega og spiluðu nánast fullkominn leik fyrsta stundarfjórðunginn eða svo. Ísland komst í 12-6 forystu og með Björgvin Pál funheitan í markinu var nánast allt að ganga upp. Frakkar náðu þó að minnka muninn í þrjú mörk áður en flautað var til hálfleiks og voru svo bara rúmar sex mínútur og komast yfir í þeim síðari. Þá fyrst reyndi á strákana sem sýndu mikla yfirvegun. Þeir gáfust aldrei upp, sýndu mikinn baráttuvilja og kraft og náðu að galopna leikinn upp á nýtt síðustu mínúturnar. Þeir fengu meira að segja tvö tækifæri til að komast yfir en það tókst ekki. Frakkar fengu síðustu sóknina en tókst ekki að skora, sem betur fer. Þrátt fyrir slaka byrjun var á köflum erfitt að eiga við Frakkana þegar þeir komust í gang. Sérstaklega skyttuna William Accambray sem nýtti tíu fyrstu skot sín í leiknum og var langmarkahæstur hjá Frökkunum. Gregoire Detrez bjargaði svo sínum mönnum síðasta stundarfjórðunginn og skoraði þrjú af fimm síðustu mörkum Frakka. Þrátt fyrir allt mótlætið sem strákarnir hafa lent í á mótinu sýndu að það býr heilmikið í liðinu. Meiðsli, veikindi og brottföll lykilmanna höfðu sett stórt strik í reikninginn en þeir sem stóðu eftir voru landi og þjóð til sóma. Þeir gerðu það sem þeir gátu og nýir menn sem fengu tækifærið nýttu það vel. Er það afar jákvætt enda sýndi þetta mót að sárlega þurfti að auka breiddina í íslenska landsliðinu. Fyrstan ber að nefna Rúnar Kárason sem átti frábæra innkomu í íslenska liðið í milliriðlakeppnina. Hann fékk aftur tækifæri í dag, nýtti það vel og skoraði fjögur mörk. Kári Kristján Kristjánsson fékk líka tækifærið en gekk að vísu verr í þetta skiptið. Hann hefur þó áður sýnt að hann á heima í íslenska liðinu. Ólafur Bjarki Ragnarsson nýtti líka sínar mínútur vel í dag og skoraði tvö mjög lagleg mörk. Þá fékk Aron Rafn Eðvarðsson að standa í markinu síðustu fimmtán mínúturnar gegn þessu ógnarsterka liði en hann gerði sér lítið fyrir og varði fyrsta skotið sem hann fékk á sig. Hann varði alls fimm skot og var góður. Guðjón Valur Sigurðsson skilaði sínu í dag, eins og svo ofast áður. Fyrirliðinn fór fyrir sínum og einkennir hann það góða í íslenska liðinu - óbilandi sigurvilja og baráttuþrek. Róbert Gunnarsson átti fínan fyrri hálfleik, Þórir Ólafsson nýtti færin vel og Aron og Arnór spiluðu á köflum mjög vel. Varnarleikurinn var líka fínn á köflum og lentu Frakkarnir margoft í miklu basli með hann. Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran dag, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar hann var með 54 prósenta hlutfallsmarkvörslu. Hann endaði með sautján skot og 44 prósent markvörslu - frábærar tölur. Strákarnir halda nú heim og geta gert það beinir í baki. Vonbrigðin að hafa ekki komist í undanúrslit eru vitanlega mikil en nú gildir að hrista það af sér og byrja að hugsa um undankeppni Ólympíuleikana sem fer fram í apríl næstkomandi.Leikir, dagskrá og úrslit í öllum riðlum.
Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Fleiri fréttir Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Sjá meira