Kyrrsetning á eignum handboltastjörnu aflétt - rannsókn of hæg 25. janúar 2012 17:30 Seðlabanki Íslands Hæstiréttur Íslands hefur fellt úr gildi kyrrsetningakröfu sérstaks saksóknara gegn fjórum mönnum sem eru grunaðir um brot gegn neyðarlögunum. Mennirnir sem um ræðir voru handteknir í viðamiklum aðgerðum sérstaks saksóknara í janúar 2010. Mennirnir sem um ræðir heita Karl Löve Jóhannsson, Gísli Reynisson, Ólafur Sigmundsson og Markús Máni Michaelsson, sem varð landsfrægur þegar hann spilaði handbolta á árum áður. Rannsóknin nær yfir tímabilið nóvember 2008 til október 2009, en mennirnir ráku þá félagið Aserta. Velta þess var um 48 milljarðar króna. Mennirnir eru grunaðir um að hafa brotið gegn lögum um gjaldeyri. Urðu viðskipti þeirra til þess að allt að þrettán milljarðar króna í formi gjaldeyris glötuðust af gjaldeyrismarkaðnum hér á landi, á tímum þegar þjóðarbúið var í mikilli þörf fyrir gjaldeyri, að því er greint var frá þegar mennirnir voru handteknir. Upphæðin jafngildir tveggja mánaða afgangi af vöruskiptum Íslands við útlönd á þeim tíma sem svikin áttu að hafa átt sér stað. Farið var fram á að eignir mannanna, meðal annars innistæður í Svíþjóð, yrðu kyrrsettar. Samanlagt nam upphæðin um 143 milljónum króna sem voru kyrrsettar. Krafan nemur um 400 milljónum króna. Hæstiréttur felldi bannið hinsvegar úr gildi þar sem dómarar telja rannsókn málsins hafa dregist fram úr öllu hófi. Í viðtali við RÚV segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, „Við höfum bætt við mannafla í þessa rannsókn og hún stendur enn þá." Hann sagði talsverða vinnu eftir, en ekki væri hægt að segja til um hvenær rannsókninni ljúki. Málið fékk deildin í arf frá efnahagsbrotadeildinni, sem sameinaðist embætti sérstaks saksóknara fyrir skömmu. Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
Hæstiréttur Íslands hefur fellt úr gildi kyrrsetningakröfu sérstaks saksóknara gegn fjórum mönnum sem eru grunaðir um brot gegn neyðarlögunum. Mennirnir sem um ræðir voru handteknir í viðamiklum aðgerðum sérstaks saksóknara í janúar 2010. Mennirnir sem um ræðir heita Karl Löve Jóhannsson, Gísli Reynisson, Ólafur Sigmundsson og Markús Máni Michaelsson, sem varð landsfrægur þegar hann spilaði handbolta á árum áður. Rannsóknin nær yfir tímabilið nóvember 2008 til október 2009, en mennirnir ráku þá félagið Aserta. Velta þess var um 48 milljarðar króna. Mennirnir eru grunaðir um að hafa brotið gegn lögum um gjaldeyri. Urðu viðskipti þeirra til þess að allt að þrettán milljarðar króna í formi gjaldeyris glötuðust af gjaldeyrismarkaðnum hér á landi, á tímum þegar þjóðarbúið var í mikilli þörf fyrir gjaldeyri, að því er greint var frá þegar mennirnir voru handteknir. Upphæðin jafngildir tveggja mánaða afgangi af vöruskiptum Íslands við útlönd á þeim tíma sem svikin áttu að hafa átt sér stað. Farið var fram á að eignir mannanna, meðal annars innistæður í Svíþjóð, yrðu kyrrsettar. Samanlagt nam upphæðin um 143 milljónum króna sem voru kyrrsettar. Krafan nemur um 400 milljónum króna. Hæstiréttur felldi bannið hinsvegar úr gildi þar sem dómarar telja rannsókn málsins hafa dregist fram úr öllu hófi. Í viðtali við RÚV segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, „Við höfum bætt við mannafla í þessa rannsókn og hún stendur enn þá." Hann sagði talsverða vinnu eftir, en ekki væri hægt að segja til um hvenær rannsókninni ljúki. Málið fékk deildin í arf frá efnahagsbrotadeildinni, sem sameinaðist embætti sérstaks saksóknara fyrir skömmu.
Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira