Brauð og leikar Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 2. júlí 2019 07:00 Margir bændur hér í suðurhéruðum Spánar eru í viðskiptum við stórfyrirtækið Bayer. Tómatræktendur verða að kaupa frá þeim sérhannaðar plöntur og síðan fræ fyrir hverja uppskeru. Kornið kostar um 70 krónur. Yfir þessar plöntur verða þeir að hella skordýraeitri sem í flestum tilfellum nægir aðeins til að halda plágum í skefjum. Lítrinn kostar um tuttugu og átta þúsund krónur. Plönturnar vaxa hraðar en þær hefðbundnu og verða menn því að kaupa þær til að vera samkeppnishæfir og eru því dæmdir inn í þetta miskunnarlausa viðskiptamódel. Hefðbundna plantan mun líklegast hverfa. Bayer og þrjú önnur fyrirtæki eru nánast einráða um ræktun í heiminum. Nýlega tók Bayer yfir bandaríska fyrirtækið Monsanto með blessun Evrópusambandsins. Það er því varla að Þjóðverjum þessum sé annt um orðspor sitt. Monsanto hannaði nefnilega efnavopnin sem Bandaríkjaher stráði yfir frumskóga í Víetnam. Um fjögur þúsund létust og hálf milljón barna fæddust alvarlega sködduð. Fyrirtækið hefur staðið í fjölmörgum réttarhöldum, ekki síst vegna skordýraeiturs sem inniheldur glyphosate og hefur valdið alvarlegu heilsutjóni, spillt umhverfi, nánast útrýmt býflugum á sumum svæðum og eitur þess borist í grunnvatn. Monsanto hefur eytt háum fjárhæðum til þess eins að koma í veg fyrir að erfðabreytt matvæli séu sérstaklega merkt. Kannski fer eitthvað af þessum peningum í að þagga niður í spænskum fjölmiðlum en þeir minnast ekki á þennan samruna sem mun marka líf svo margra. Hins vegar var annar samruni fyrirferðarmikill í umræðunni um daginn þegar Sergio Ramos og Pilar Rubio giftu sig. Beckhamhjónin mættu og allt. Viktoría var verulega lekker. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun
Margir bændur hér í suðurhéruðum Spánar eru í viðskiptum við stórfyrirtækið Bayer. Tómatræktendur verða að kaupa frá þeim sérhannaðar plöntur og síðan fræ fyrir hverja uppskeru. Kornið kostar um 70 krónur. Yfir þessar plöntur verða þeir að hella skordýraeitri sem í flestum tilfellum nægir aðeins til að halda plágum í skefjum. Lítrinn kostar um tuttugu og átta þúsund krónur. Plönturnar vaxa hraðar en þær hefðbundnu og verða menn því að kaupa þær til að vera samkeppnishæfir og eru því dæmdir inn í þetta miskunnarlausa viðskiptamódel. Hefðbundna plantan mun líklegast hverfa. Bayer og þrjú önnur fyrirtæki eru nánast einráða um ræktun í heiminum. Nýlega tók Bayer yfir bandaríska fyrirtækið Monsanto með blessun Evrópusambandsins. Það er því varla að Þjóðverjum þessum sé annt um orðspor sitt. Monsanto hannaði nefnilega efnavopnin sem Bandaríkjaher stráði yfir frumskóga í Víetnam. Um fjögur þúsund létust og hálf milljón barna fæddust alvarlega sködduð. Fyrirtækið hefur staðið í fjölmörgum réttarhöldum, ekki síst vegna skordýraeiturs sem inniheldur glyphosate og hefur valdið alvarlegu heilsutjóni, spillt umhverfi, nánast útrýmt býflugum á sumum svæðum og eitur þess borist í grunnvatn. Monsanto hefur eytt háum fjárhæðum til þess eins að koma í veg fyrir að erfðabreytt matvæli séu sérstaklega merkt. Kannski fer eitthvað af þessum peningum í að þagga niður í spænskum fjölmiðlum en þeir minnast ekki á þennan samruna sem mun marka líf svo margra. Hins vegar var annar samruni fyrirferðarmikill í umræðunni um daginn þegar Sergio Ramos og Pilar Rubio giftu sig. Beckhamhjónin mættu og allt. Viktoría var verulega lekker.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun