Finnst skemmtilegast í utanvegahlaupum Jón Hákon Haldórsson skrifar 27. maí 2015 10:00 Tómas Þór og eiginkona hans eiga fjögur börn. Tómas Þór Eiríksson tekur við starfi framkvæmdastjóra Codland í byrjun júní. Hann hefur verið sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf hjá Virðingu síðastliðið ár og hefur víðtæka reynslu og menntun á sviði stjórnunar. „Þetta var mjög hraður aðdragandi, mér leist mjög vel á fyrirtækið og þá hugmyndafræði sem verið er að vinna eftir,“ segir Tómas Þór þegar hann er spurður út í aðdragandann að ráðningu hans. Erla Pétursdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Codlands, mun taka við starfi gæða- og þróunarstjóra Vísis. Tómas Þór er alinn upp í Grindavík og þekkir vel til starfa í sjávarútvegi. „Ég byrjaði ellefu ára að rífa upp úr fiskikörum. Ég hef prófað flestar stöður í sjávarútvegi nema að fara á skrifstofuna,“ segir Tómas sem hefur unnið á netabát, ísfisksbát og frystitogara. Tómas Þór segir að það sé stefna Codlands að auka nýtingu á þorski. Margir aðilar séu að vinna mjög spennandi starf. „Við viljum vinna að því áfram, bæði sjálf og með öðrum, að auka verðmætin. Við höfum komist lengst með það að vinna kollagen úr roðinu og slógverksmiðju á Reykjanesi,“ segir Tómas Þór. Tómas Þór á stóra fjölskyldu sem hann segir að taki mestan tíma sinn utan vinnunnar. En hann á líka fjölmörg áhugamál. „Ég er mikið í því að hreyfa mig,“ segir hann og bætir því við að hann hlaupi mikið. „Núna hef ég aðeins verið að prófa mig áfram í hjólreiðunum og er að fara með vinum og kunningjum hringinn í kringum landið í WOW cyclothon,“ bætir hann við. Hann segir að það hafi verið rætt að fá nokkra Spánverja með í liðið. „Þeir komust því miður ekki þetta árið, en þeir eru búnir að lofa næsta,“ segir Tómas og bendir jafnframt á að Spánverjar séu miklir hjólamenn. Tómas hljóp hálfmaraþon þegar hann bjó í Barcelona og var í námi þar. „Mér hefur fundist skemmtilegast hér heima í utanvegahlaupum, til dæmis þegar ég hljóp Laugaveginn eða Jökulsárhlaupið,“ segir hann. Eiginkona Tómasar heitir Sonja Björk Elíasdóttir og eiga þau fjögur börn á aldrinum 5 til 21 árs. „Við eigum stelpu sem er nýorðin fimm ára og strák sem er að verða átta ára núna í júní. Síðan eigum við stelpu sem lést árið 2011 og hún var tólf ára þá. Og við eigum eina sem er að útskrifast úr Verzló og er 21 árs,“ segir hann. Wow Cyclothon Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Tómas Þór Eiríksson tekur við starfi framkvæmdastjóra Codland í byrjun júní. Hann hefur verið sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf hjá Virðingu síðastliðið ár og hefur víðtæka reynslu og menntun á sviði stjórnunar. „Þetta var mjög hraður aðdragandi, mér leist mjög vel á fyrirtækið og þá hugmyndafræði sem verið er að vinna eftir,“ segir Tómas Þór þegar hann er spurður út í aðdragandann að ráðningu hans. Erla Pétursdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Codlands, mun taka við starfi gæða- og þróunarstjóra Vísis. Tómas Þór er alinn upp í Grindavík og þekkir vel til starfa í sjávarútvegi. „Ég byrjaði ellefu ára að rífa upp úr fiskikörum. Ég hef prófað flestar stöður í sjávarútvegi nema að fara á skrifstofuna,“ segir Tómas sem hefur unnið á netabát, ísfisksbát og frystitogara. Tómas Þór segir að það sé stefna Codlands að auka nýtingu á þorski. Margir aðilar séu að vinna mjög spennandi starf. „Við viljum vinna að því áfram, bæði sjálf og með öðrum, að auka verðmætin. Við höfum komist lengst með það að vinna kollagen úr roðinu og slógverksmiðju á Reykjanesi,“ segir Tómas Þór. Tómas Þór á stóra fjölskyldu sem hann segir að taki mestan tíma sinn utan vinnunnar. En hann á líka fjölmörg áhugamál. „Ég er mikið í því að hreyfa mig,“ segir hann og bætir því við að hann hlaupi mikið. „Núna hef ég aðeins verið að prófa mig áfram í hjólreiðunum og er að fara með vinum og kunningjum hringinn í kringum landið í WOW cyclothon,“ bætir hann við. Hann segir að það hafi verið rætt að fá nokkra Spánverja með í liðið. „Þeir komust því miður ekki þetta árið, en þeir eru búnir að lofa næsta,“ segir Tómas og bendir jafnframt á að Spánverjar séu miklir hjólamenn. Tómas hljóp hálfmaraþon þegar hann bjó í Barcelona og var í námi þar. „Mér hefur fundist skemmtilegast hér heima í utanvegahlaupum, til dæmis þegar ég hljóp Laugaveginn eða Jökulsárhlaupið,“ segir hann. Eiginkona Tómasar heitir Sonja Björk Elíasdóttir og eiga þau fjögur börn á aldrinum 5 til 21 árs. „Við eigum stelpu sem er nýorðin fimm ára og strák sem er að verða átta ára núna í júní. Síðan eigum við stelpu sem lést árið 2011 og hún var tólf ára þá. Og við eigum eina sem er að útskrifast úr Verzló og er 21 árs,“ segir hann.
Wow Cyclothon Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira