Róbert Daði fyrstur inn í undanúrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. apríl 2020 16:00 Róbert Daði var fyrstur allra inn í undanúrslit. Vísir/KSÍ Á miðvikudag hófust 16-liða úrslit í eFótbolta og var Róbert Daði Sigurþórsson fyrstur til að tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins. Frá þessu var greint á vef KSÍ. Róbert Daði vann Aron Þormar Lárusson, liðsfélaga sinn hjá Fylki þar sem Róbert tryggði sig áfram með marki í uppbótartíma. Síðar í dag kemur í ljós hvaða þrír keppendur fylgja honum í undanúrslit. Það var dramatík í gær þegar Róbert Daði Sigurþórsson tryggði sér fyrsta lausa sætið í undanúrslitum Íslandsmótsins í eFótbolta!Fylgist með í kvöld á https://t.co/p3Qfo6Zrkv frá kl. 19:00 þegar kemur í ljós hvaða þrír fylgja honum í undanúrslitin!#eFótbolti pic.twitter.com/29T8yX4GBV— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 9, 2020 Fyrstur til að vinna fimm leiki fer í undanúrslit og næstu tveir sem ná sex sigrum vinna sér einngi inn sæti í undanúrslitum mótsins. Mótið heldur áfram í beinni útsendingu á Twitch-síðu KSÍ klukkan 18:30. Bjarki Már Sigurðsson mætir Aroni Þormari, en báðir leika með Fylki. Bjarki Már er ekki samningsbundinn Fylki þó hann leiki með þeim í mótinu. Jóhann Ólafur Jóhannsson, FH, mætir Ásgeiri Karlssyni, leikmanni Fylkis. Sex leikmenn hafa unnið tvo leiki og tapað tveimur og hefja þeir daginn á því að leika innbyrðis. Því er ljóst að þrír af þeim verða dottnir úr leik eftir fyrsta leik dagsins. Þeir sem mætast eru: Alexander Aron Hannesson, Keflavík gegn Agnari Þorlákssyni, KR. Tindur Örvar Örvarsson, Elliða, gegn Skúla Arnarsyni, Gróttu. Leifur Sævarsson, LFG, gegn Heiðari Ægissyni, LFG. Liðsmenn LFG hafa staðið sig vel á mótinu, en þurfa nú að mæta hvor öðrum í baráttu um að halda lífi í vonum sínum um sæti í undanúrslitum. Það eru því 10 leikmenn sem keppa um þrjú laus pláss í úrslitum í dag. Undanúrslitin og úrslitin fara svo fram 18. apríl og verða í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport. Rafíþróttir Fótbolti Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn
Á miðvikudag hófust 16-liða úrslit í eFótbolta og var Róbert Daði Sigurþórsson fyrstur til að tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins. Frá þessu var greint á vef KSÍ. Róbert Daði vann Aron Þormar Lárusson, liðsfélaga sinn hjá Fylki þar sem Róbert tryggði sig áfram með marki í uppbótartíma. Síðar í dag kemur í ljós hvaða þrír keppendur fylgja honum í undanúrslit. Það var dramatík í gær þegar Róbert Daði Sigurþórsson tryggði sér fyrsta lausa sætið í undanúrslitum Íslandsmótsins í eFótbolta!Fylgist með í kvöld á https://t.co/p3Qfo6Zrkv frá kl. 19:00 þegar kemur í ljós hvaða þrír fylgja honum í undanúrslitin!#eFótbolti pic.twitter.com/29T8yX4GBV— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 9, 2020 Fyrstur til að vinna fimm leiki fer í undanúrslit og næstu tveir sem ná sex sigrum vinna sér einngi inn sæti í undanúrslitum mótsins. Mótið heldur áfram í beinni útsendingu á Twitch-síðu KSÍ klukkan 18:30. Bjarki Már Sigurðsson mætir Aroni Þormari, en báðir leika með Fylki. Bjarki Már er ekki samningsbundinn Fylki þó hann leiki með þeim í mótinu. Jóhann Ólafur Jóhannsson, FH, mætir Ásgeiri Karlssyni, leikmanni Fylkis. Sex leikmenn hafa unnið tvo leiki og tapað tveimur og hefja þeir daginn á því að leika innbyrðis. Því er ljóst að þrír af þeim verða dottnir úr leik eftir fyrsta leik dagsins. Þeir sem mætast eru: Alexander Aron Hannesson, Keflavík gegn Agnari Þorlákssyni, KR. Tindur Örvar Örvarsson, Elliða, gegn Skúla Arnarsyni, Gróttu. Leifur Sævarsson, LFG, gegn Heiðari Ægissyni, LFG. Liðsmenn LFG hafa staðið sig vel á mótinu, en þurfa nú að mæta hvor öðrum í baráttu um að halda lífi í vonum sínum um sæti í undanúrslitum. Það eru því 10 leikmenn sem keppa um þrjú laus pláss í úrslitum í dag. Undanúrslitin og úrslitin fara svo fram 18. apríl og verða í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport.
Rafíþróttir Fótbolti Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn