Innlent

ASÍ kynnti „réttu leiðina“ út úr kreppunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Drífa Snædal og Sólveig Anna Jónsdóttir þegar Lífskjarasamningurinn var kynntur í Ráðherrabústaðnum í fyrra.
Drífa Snædal og Sólveig Anna Jónsdóttir þegar Lífskjarasamningurinn var kynntur í Ráðherrabústaðnum í fyrra. Vísir/Vilhelm

Alþýðusamband Íslands hefur boðað til blaðamannafundar í dag klukkan 14 í Gerðarsafni í Kópavogi þar sem kynntar verða hugmyndir ASÍ um réttu leiðina út úr kreppunni.

„Hvernig notum við tækifærið til að gera samfélagið okkar réttlátara og betra á tímum mikilla breytinga?“ segir í tilkynningu vegna viðburðarins.

Á staðnum verða allir þrír forsetar Alþýðusambandsins, þau Drífa Snædal, Kristján Þórður Snæbjarnarson og Sólveig Anna Jónsdóttir.

Uppfært: Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi en upptöku má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×