Hraðbraut: Segist skulda ríkinu 120 milljónir en ekki 192 12. desember 2010 12:13 Ólafur H. Johnson. Ólafur Johnson, skólastjóri Hraðbrautar, hefur dregið þá upphæð sem Ríkisendurskoðun segir að skólin hefi fengið ofgreitt, í efa. Ríkisendurskoðun segir upphæðina 192 milljónir en Ólafur segir að hún sé nær 120 milljónum. Ástæðan fyrir þessu misræmi er sú að samkvæmt samningi við menntamálaráðuneytið fær Hraðbraut fjármuni í samræmi við áætlanir um svokölluð nemendaígildi. En Ríkisendurskoðun segir að mun færri nemendur hafi verið við skólann en áætlanir hafi verið um og því hafi skólinn fengið ofgreitt. Sem fyrr segir eru skiptar skoðanir um hversu mikil þessi ofgreiðsla hefur verið. Hraðbraut hefur þegar endurgreitt ríkinu um 65 millljónir króna en til stendur að endurgreiða ríkinu alls um 120 milljónir. Eða um 70 milljónum minna en Ríksendurskoðun segir að ríkið eigi inni hjá Hraðbraut. Í kjölfarið á þessu máli ákvað meirihluti menntamálanefndar að leggjast gegn því að samningur ríkisins við Hraðbraut verði framlengdur. Aðspurður hvaða þýðingu Þessi ákvörðun myndi hafa fyrir skólann svarar Ólafur: „Við erum ekki búin að sjá þessa úttekt menntamálanefndar. Auðvitað lítum við þetta alvarlegum augum en það er erfitt að tjá sig um það þegar úttektin liggur ekki fyrir." Skúli Helgason, formaður menntamálanefndar Alþingis, sagði í fjölmiðlum í gær að ekki stæði til að endurnýja samstarfið. Ólafur segir að það verði unnið að framtíð skólans og ýmsar hugmyndir væru uppi hvað það varðaði. Hann minnti svo á að það væri ráðherra sem hefði lokaorðið varðandi framtíð samstarfsins. Í skýrslu Ríkisendurskoðunnar, sem birtist í október, birtist áfellisdómur yfir stjórnendur skólans. Þar kom meðal annars fram að á tímabilinu 2003 til 2009 hafi arðgreiðslur Menntaskólans Hraðbraut til eigenda hans numið samtals 82 milljónum króna. Ríkisendurskoðun taldi að skólinn hafi í raun ekki haft fjárhagslegt bolmagn til að greiða þennan arð. Einnig kom fram í skýrslu ríkisendurskoðanda að lán skólans til aðila tengdum eigendum hans hafi numið samtals 50 milljónum króna í árslok 2009. Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Ólafur Johnson, skólastjóri Hraðbrautar, hefur dregið þá upphæð sem Ríkisendurskoðun segir að skólin hefi fengið ofgreitt, í efa. Ríkisendurskoðun segir upphæðina 192 milljónir en Ólafur segir að hún sé nær 120 milljónum. Ástæðan fyrir þessu misræmi er sú að samkvæmt samningi við menntamálaráðuneytið fær Hraðbraut fjármuni í samræmi við áætlanir um svokölluð nemendaígildi. En Ríkisendurskoðun segir að mun færri nemendur hafi verið við skólann en áætlanir hafi verið um og því hafi skólinn fengið ofgreitt. Sem fyrr segir eru skiptar skoðanir um hversu mikil þessi ofgreiðsla hefur verið. Hraðbraut hefur þegar endurgreitt ríkinu um 65 millljónir króna en til stendur að endurgreiða ríkinu alls um 120 milljónir. Eða um 70 milljónum minna en Ríksendurskoðun segir að ríkið eigi inni hjá Hraðbraut. Í kjölfarið á þessu máli ákvað meirihluti menntamálanefndar að leggjast gegn því að samningur ríkisins við Hraðbraut verði framlengdur. Aðspurður hvaða þýðingu Þessi ákvörðun myndi hafa fyrir skólann svarar Ólafur: „Við erum ekki búin að sjá þessa úttekt menntamálanefndar. Auðvitað lítum við þetta alvarlegum augum en það er erfitt að tjá sig um það þegar úttektin liggur ekki fyrir." Skúli Helgason, formaður menntamálanefndar Alþingis, sagði í fjölmiðlum í gær að ekki stæði til að endurnýja samstarfið. Ólafur segir að það verði unnið að framtíð skólans og ýmsar hugmyndir væru uppi hvað það varðaði. Hann minnti svo á að það væri ráðherra sem hefði lokaorðið varðandi framtíð samstarfsins. Í skýrslu Ríkisendurskoðunnar, sem birtist í október, birtist áfellisdómur yfir stjórnendur skólans. Þar kom meðal annars fram að á tímabilinu 2003 til 2009 hafi arðgreiðslur Menntaskólans Hraðbraut til eigenda hans numið samtals 82 milljónum króna. Ríkisendurskoðun taldi að skólinn hafi í raun ekki haft fjárhagslegt bolmagn til að greiða þennan arð. Einnig kom fram í skýrslu ríkisendurskoðanda að lán skólans til aðila tengdum eigendum hans hafi numið samtals 50 milljónum króna í árslok 2009.
Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira